Samvinnan - 01.06.1973, Page 6

Samvinnan - 01.06.1973, Page 6
SAMVINNUBANKINN ÁVAXTAR SPARIFE YÐAR MEÐ HÆSTU VÖXTUM LITIBÚ ÚTI Á LANDI AKRANESI GRUNDARFIRÐI KRÓKSFUARÐARNESI PATREKSFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI HÚSAVÍK KÓPASKERI VOPNAFIRÐI STÖÐVARFIRÐI VÍK í MÝRDAL KEFLAVÍK HAFNARFIRÐI 0 SAMVINNUBANKINN BANKASTRÆTI 7, REYKJAVÍK sími 20700 - ÚTIBÚ HÁALEITISBRAUT 68, RVÍK einn mesta aðdáanda þessa verks, sem nefndist de Fon- tanges. Honum var kunn- ugt um andúð Talleyrands á þessu langa söguljóði og hóf strax langan fyrirlestur til að fræða hann um alla kosti „Píslarvottanna“. — En hin eiginlega ástæða til einstæðra vinsælda þess- arar bókar, sagði de Fontang- es, er vafalaust atriðið þar sem Eudore og Cymod- océe er kastað inná leikvang- inn og þau tætt í sundur af villidýrunum. — Nákvæmlega einsog far- ið hefur fyrir bókinni, sagði Talleyrand. Frangois - Joseph Talma (1763-1826), brautryðjandi í franskri leiklist, hafði gert sér það til afþreyingar að fá lán- aðan bát til að fiska í einu af litlu vötnunum í Bretagne. A vatnsbakkanum birtist alltí- einu maður sem hrópaði til leikarans í bátnum: — Með livaða rétti eruð þér að fiska í þessu vatni? Talma virti manninn fyrir sér frá hvirfli til ilja og svar- aði síðan fyrirlitlega: — Með þeim rétti, sem snilldarandinn hefur gagnvart hinum nautheimsku almúga- mönnum. Maðurinn á bakkanum hneigði sig auðmjúklega og hvarf á brott með þessum orðum: — Þér verðið að hafa mig af- sakaðan, en það er hreint ekki auðvelt fyrir venjulegan mann að fylgjast með öllum þeim nýju lögum, sem sífellt er verið að setja. Þegar það kom í Ijós eftir andlát Talma, að hann hafði ekki ætlað vini sínum, Com- pigny, neitt í erfðaskrá sinni, sagði sá síðarnefndi gramur: — Hvernig er þetta mögu- legt? Ekkert, alls ekkert hef- ur mér hlotnazt í arf frá þeim manni, sem ég hef borðað kvöldverð hjá þrisvar í viku í hartnær þrjátíu ár. Taó-kúang, keisari í Kína 1820-1850, sem var á sí- felldum ferðalögum um hið víðlenda ríki sitt og tók sjálf- ur þátt í öllum mikilvægum ákvörðunum, var eitt sinn spurður af evrópskum gesti: — Hvernig hefur yðar há- tign tekizt að varðveita góða heilsu yðar við þessar kröfu- hörðu aðstæður? — Það er mjög einfalt mál, svaraði keisarinn. Ég hef fjóra líflækna, sem ég greiði há laun. Jafnskjótt og ég kenni krankleika hætta launagreiðsl- urnar — þangaðtil ég er við fulla heilsu aftur. Það hefur aldrei tekið meira en fjóra daga. 6

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.