Samvinnan - 01.06.1973, Page 8

Samvinnan - 01.06.1973, Page 8
ar hinni velheppnuðu skurð- aðgerð var lokið, sneri læknir- inn sér til konungs og sagði alúðlega: — Óskar yðar hátign líka eftir hœgra fætinum? Johann Tilly (1559-1632), hinn kunni þýzki yfirhers- höfðingi, var yfirmaður her- afla kaþólska bandalagsins, þegar 30-ára stríðið brauzt út. Hann hafði verið alinn upp í klaustri Jesúíta og lifað æsku- árin í ströngustu meinlætum. Klukkustundum saman gat hann kropið í bæn frammi fyrir mynd af Maríu mey, og var hann því oft auknefndur „herklæddi munkurinn“. Á efri árum — þó áður en hann hafði lotið í lægra haldi fyrir • Gustavi Adolf — sagði hann oft um sjálfan sig: — Ég hef aldrei verið ölv- aður. Ég hef aldrei snert kven- mann og aldrei tapað orrustu. Trajanus (55-117), keisari í Róm frá 98, var göfugastur þeirra keisara sem sátu á veldisstóli í Rómaborg. Þeg- ar hann hélt innreið sína í borgina, rétti hann sverð sitt yfirmanni lífvarðarins og sagði: — Taktu þetta sverð og Nýkomnir íranskir öryggisskór með stdltáhettu. Stærðir 41 til 48. — Sendum gegn póstkröfu. DYNJANDI S.F. Skeifan 3h — Reykjavík — Sími 82670 berðu það fyrir mér, ef ég gegni embætti mínu vel. Snúðu því annars gegn mér! Harry S. Truman (1884- 1972), bandarískur stjórnmála- maður og forseti Bandaríkj- anna 1945-1952, las fyrstu skáldsögu Trumans Capotes, „Other Voices, Other Rooms“ (1948), af þvílíkri hrifningu, að hann sendi höfundinum símskeyti strax að lestri lokn- um: „Ilaldið áfram að skrifa, og þá mun skírnarnafn yðar gera ættarnafn mitt frægt.“ Mark Twain (1835-1910), hinn kunni bandaríski blaða- maður og rithöfundur, var um skeið ritstjóri lítils blaðs í Missouri. Dag nokkurn barst honum bréf frá einurn áskrif- anda blaðsins, sem skýrði frá því, að hann hefði fundið kónguló í blaði sínu, og nú vildi hann gjarna fá upplýst, hvort það vissi á gott eða illt. Twain svaraði: — Það veit livorki á gott né illt. Kóngulóin var einungis að athuga hvaða kaupmað- ur auglýsti ekki í blaði okkar, svo hún gæti haldið til búð- ar hans, spunnið vef sinn þvert fyrir dyrnar og síðan lifað í ró og næði það sem eft- ir væri ævinnar. Ungur blaðamaður lieim- sótti Mark Twain til að eiga við liann blaðaviðtal. Hann bað fórnarlamb sitt fyrst að rekja ævisögu sína. — Jæja, sagði Mark og dró seiminn. Á dögum Georgs konungs III, þegar ég var á æskuárum, var ég vanur . . . — Afsakið, skaut blaða- maðurinn inní, ég veit, að þér hafið alls ekki getað verið uppi á dögum Georgs III. — Ágætt, ungi vinur, sagði Mark Twain. Ég verð sann- arlega að hæla yður fyrir þetta. Þér eruð fyrsti og eini blaðamaðurinn, sem ég hef nokkurntíma fyrirhitt, senr hefur leiðrétt villu, áður en hún var prentuð. 8

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.