Samvinnan - 01.06.1973, Qupperneq 9

Samvinnan - 01.06.1973, Qupperneq 9
Einn af lumningjum Marks Twains, sem var mormóni, reyndi að sannfæra rithöfund- inn um siðgæði fjölkvænisins. Eftir að hann hafði réttlætt þennan sið með öllum hugsan- legum skynsemdarrökum. krafðist mormóninn þess loks, að Twain vitnaði í einhver orð Biblíunnar, þar sem fjölkvæni væri skýlaust forboðið. — Það ætti ekki að vera erfitt, svaraði Twain af bragði: „Enginn getur þjónað tveim- ur herrum.“ Mark Twain var að ferðast í járnbrautarvagni og hafði bók sér að hlífiskildi, en einn af samferðarmönnum hans, bústinn prestur — sem hafði meðferðis konu og dóttur — átti ákaflega bágt með að láta hann í friði. — Þetta er fallegt landslag, sagði presturinn og reyndi að koma af stað samræðum, en Twain virti hann ekki svars. — Það virðist vera ákaflega áhugaverð bók, sem þér eruð að lesa, sagði presturinn litlu seinna og gerði nýja tilraun til samræðna, en Twain lét sem hann heyrði ekki til hans. Að liðinni góðri stund gerði prestur eina tilraun enn: — Leyfist mér að bjóða yður upp á vindil? — Nei takk, ég reyki ekki. — Þér eruð sveimér skyn- samur ungur maður. En hvað með lítið glas af viski? Þetta viskí hérna er alveg einstakt í sinni röð. — Nei takk, ég kæri mig ekki um áfengi. — Þetta er alveg einstakt! Þér eruð sannarlega skynsam- ur og aðdáunarverður maður. Leyfið mér að kynna fyrir yður konu mína og dóttur. — Nei takk, ég kæri mig ekki heldur um ástir. . . . Þegar Mark Twain varð gjaldþrota, efldist með honum rótgróin óbeit hans á bönk- um og bankastjórum. Eftir það hafði hann sérstaka á- nægju af að lýsa bankastjóra á þá lund, að hann væri mað- ur, sem lánaði regnhlíf í þurrki, en heimtaði hana aft- ur þegar færi að rigna. Á einu skeiði ævinnar bár- ust Mark Twain bréf og ljós- myndir í hundraðatali frá fólki, sem vildi sýna honum framá, hve mjög það líktist honum á myndurn. Þegar frá leið varð hinum fræga rithöf- Framhald á bls. 59 Vinur Marks Twains skrif- aði honum bréf og skýrði hon- um frá því, að sér heilsaðist ákaflega illa. Bréfinu lauk hann með þessum orðum: „Getur nokkur verið verra en að ganga með tannpínu og eyrnaverk samtímis?“ Twain skrifaði um hæl: „Jú, gigtveiki og vítusardans.“ Mark Twain var mikill reykingamaður. Eitt sinn varð honum að orði í samkvæmi: — Eg veit að, það er ekki nokkur vandi að hætta að reykja — ég er margbúinn að reyna það. Mark Twain skrifaði góðum vini sínum bréf og bauð hon- um í heimsókn. Vinurinn svar- aði, að því miður gæti hann ekki komið einsog á stæði, og síðan lauk hann bréfinu með glósu, sem þá var algeng í niðurlagi bréfa: „Guð veri hjá þér“. Skömmu síðar skrifaði Mark Twain til vinar síns: „Hann kom ekki. Reyndu næst að senda einhvern, sem við get- um treyst á.“ ALLRA ÞÖRF-VIÐ DAGLEG SIÖRF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.