Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 26
Mótmœli fyrir framan byggingu bandaríska
karlmannatímaritsins „Playboy".
fordómum karlmannasamfélagsins er, að
það tilheyri karlmanninum að vera her-
skár; það samrýmist ekki því að vera
kvenlegur. Þannig er eitthvað karlmann-
legt við herskáa konu, hún er a. m. k. ekki
eins og konur eiga að vera.
Vítahringur sjálfsmagnandi
taugaveiklunar
Lævísustu viðbrögð karla gegn upp-
reisn kvenna er sú staðhæfing, að status
quo sé í rauninni það bezta, lika fyrir
konuna sjálfa. Hin rétta kona, sem lifir
samkvæmt eðli sínu, sé ánægð með
verndun karlmannasamfélagsins. Það séu
aðeins taugaveiklaðar og einkennilegar
konur sem vilji hafa hlutina öðruvísi.
Þess vegna sé ekki hægt að taka mót-
mæli þeirra hátíðlega. Þau sýni, að það
séu bara þær sjálfar, sem eitthvað sé að.
Þessi andstaða gegn uppreisn kvenna
hefur valdið mörgum konum vonbrigðum,
og þær hafa ráðizt á röng atriði. Sumar
kvenréttindakonur hafa gengið svo langt
að búa til fræðisetningar um, að kynferð-
isleg fullnæging kvenna sé í rauninni óháð
karlmanninum og að klítóris-fullnæging
sé það bezta; t. d. öfgahópurinn SCUM
(Society for Cutting Up Men). Með því
að gera manninn geldan er þannig reynt
að hefna fyrir vonsvik af völdum karl-
mannasamfélagsins, og þannig styrkja
fordómarnir óneitanlega sjálfa sig. Og
hér er þá kominn vitahringur hinnar
sjálfsmagnandi taugaveiklunar — lokuð
keðja sem aðeins er hægt að komast hjá
með róttækri nýhugsun.
Árásarhneigð kemur fram í mörgum
myndum, og það að líkja sér við annan
Kona œfir karate.
þarf ekki að vera bundið við árásar-
hneigð. T. d. getur maður líka likt sér við
annan með þvi að hafa samúð með hon-
um. Árásarhneigð, sem er ekki bundin
við taugaveiklun, er ekki hefnigjörn eða
eyðileggjandi, en reynir hinsvegar að öðl-
ast hluti eða ástand sem eru æskilegir,
eða að fjarlægja eða hindra hluti eða
ástand sem er óæskilegt. Þannig reynir
sú kona, sem er ekki taugaveikluð og
skrítin, að útrýma óréttlæti, sem stafar
af aldagömlum alhæfingum og röngum
líkingum.
Tilfinningasviðið víkkar
Við getum líka staldrað við og litið á,
hvernig fyrirmyndir karlmannasam-
félagsins gegnsýra afstöðu okkar út í æs-
ar, en þetta hugsum við ekki um dag-
lega. Algeng borgaraleg hugsjón segir að
par sé reglulega flott, ef hann er hálfu
höfði hærri en hún. Ef hæðarmismunur-
inn verður meiri eða minni en þetta, þá
samsvara þau sér ekki vel. Þetta fagur-
fræðilega mat kemur sennilega hvergi
annarsstaðar frá en hinni kristnu kreddu
um að konan eigi að vera manni sínum
undirgefin og þar með eftirbátur hans.
Þetta er dæmigert uppá það að taka
hlutina bókstaflega — eða myndgera þá
— en það einkennir bæði fordóma og
taugaveiklun.
Nú á dögum sér maður að einstaka
karlmönnum finnst sjálfsagt, að þeir gæti
ungbarna, ef ytri aðstæður eru þannig,
að betra sé að móðirin vinni úti. Margir
þeirra láta í ljós, að þetta sé ekki bara
hagkvæmt, heldur finnist þeim þeir bind-
ast barninu á þann hátt, sem þeir finna
ekki í sambandi við seinni börn, sem þeir
eignast, sem móðirin gætir mest. Þessu
mundu fáir karlmenn af síðustu kynslóð
hafa trúað án þess að karlmennsku þeirra
væri misboðið á einn eða annan hátt. Hér
er um það að ræða, að tilfinningasvið
þessara manna víkkar, það fær meira
rými; tilfinning sem konur hafa hingað
til verið einar um. Þetta er annað dæmi
um samlíkingu gegnum samkennd, en því
Bandarískar kvenréttindakonur í kröfugöngu.
miður kemur hún næstum eingöngu fram
í forréttindahópum, þar sem framtíðin
er í stórum dráttum örugg og barátta
kynjanna er ekki endilega tengd stétta-
baráttunni. Það er auðveldara fyrir föð-
ur, sem er við nám, að taka að sér hlut-
verk móðurinnar, meðan hún vinnur fyr-
ir þeim, ef hann veit, að eftir nám verði
hann í meira áliti og vinni sér meira inn
en hún getur nokkru sinni gert. Jafnvel
í þessu dæmi er ástandið þannig „að
pabbi sé vitur“ og „mamma góð“.
Hvernig það gengur að brjóta niður
hina föstu hlutverkaskiptingu, kemur
fyrst í ljós, þegar konur fara að taka að
sér hlutverk, sem hingað til hafa aðeins
verið ætluð karlmönnum, og þegar konur
fara að láta til sín taka í samfélaginu á
þann hátt, að þær geti verið jafnháar
í loftinu og þeir eða kannski hálfu höfði
hærri en þeir, bæði i bókstaflegri og yfir-
færðri merkingu — og þau séu enn eins
fallegt par, samsvari sér jafnvel og ef
hið gagnstæða væri tilfellið. Eða með
öðrum orðum, að konan geti bæði verið
framtakssöm og árásargjörn, án þess að
maðurinn geldist af því. Þá verður um að
ræða meiri sanngirni og samræmi milli
karls og konu. Það ætti að geta haft áhrif
á þróun samfélagsins. Iðnaðar- og af-
kastasamfélagið er skapað af karlmönn-
um, en það er hugsanlegt að ef konur
fengju meiri áhrif á samfélagsþróunina,
þá gætu þær fengið eitthvað af þeim til-
finningum sem i þær vantar, og það
gæti kannski dregið úr því djöfullega af-
kastasjónarmiði, sem er að gera tilver-
una óþolanlega og jarðarkringluna ónot-
hæfa. +
26