Samvinnan - 01.06.1973, Page 29

Samvinnan - 01.06.1973, Page 29
Leikir eru veigamikill þáttur skólastarfsins. ast innan danskra skóla. En þegar ég innti fulltrúa á fræðsluskrifstofu Kaup- mannahafnar eftir þvi, hvort ekki væri hægt að kynnast nýskólafyrirkomulagi, sem ég rétt kunni að nefna, komst hann í illt skap og sýndi mér skrifbækur nem- enda frá kennara, sem reynt hafði eitt- hvað frjálslegri vinnubrögð en almennt tíðkuðust, og skildist mér, að ekki þyríti frekar vitna við, að allar tilhneigingar til breytinga væru af hinu illa. í Kenn- araskóla íslands, sem varð að teljast fremur íhaldssamur, hafði þó Magnús Helgason gefið okkur í skyn, að erlendis kynnu ýmsar merkar nýjungar að vera á döfinni. Meðal annars hafði hann sagt okkur nokkuð af Mariu Montessori. Það fór líka svo, að mín meðfædda íslenzka þrjózka lét ekki þar við sitja. Ég herti upp hugann og leitaði uppi prófessor Sigurd Næsgárd, sem ég vissi, að var einna mestur áhrifamaður nýskólamann- anna dönsku eða Den frie skole, eins og þeir kölluðu sig. Hann tók mér einkar ljúfmannlega og kom mér í samband við marga ágæta skólamenn. Einna minnis- stæðust varð mér frk. Sofie Rifbjerg, sem þá stjórnaði skóla fyrir vangefna úti á Amager. Til gamans mætti geta þess, að hún er föðursystir Klaus Rifbjergs, rit- höfundarins fræga. Hjá þessum skóla- mönnum og af lestri bóka á þeirra veg- um kynntist ég algerlega nýjum viðhorf- um í skólamálum. í hinum hefðbundnu skólum Kaupmannahafnar hafði ég séð formfestuna i allri sinni dýrð. Þar sá ég til dæmis, að allir nemendur væru látnir gera sama handtakið samtímis, og að kennarinn anzaði alls ekki nemanda, sem spurði af einlægri fróðleikslöngun, en snupraði hann, af því að hann hafði gleymt að ávarpa kennarann með við- eigandi titli. Nýskólamennirnir höfðu hins vegar eygt alveg nýtt takmark með kennslunni, en það var eðlilegur vöxtur og þroski nemandans, þar sem það skyldi ekki vera fyrirfram ákveðið, hversu mörgum fróðleiksmolum skyldi troðið í höfuð hans. Og þótt mér hafi efalaust oft og kannski oftast farið eins og postul- anum, sem lét undir höfuð leggjast að gera það góða, sem hann vildi, er ég enn jafnsannfærður um það og þá, að stefna nýskólamannanna var rétt. Það breytir engu um það, þótt sumir þeirra færu út í öfgar og vildu gefa öllu lausan tauminn í þeirri sælu trú, að heilbrigt eðli nem- andans mundi rata rétta leið án utan- aðkomandi handleiðslu. Slíkt gat virzt að blessaðist, ef persónuleiki kennarans var svo mikill, að hann gat ráðið ferðinni, án þess að eftir væri tekið, en hafði jafn- framt nógu næman skilning á því, hver voru hin æskilegustu skilyrði fyri'r þroska nemandans. Ágripskennd ítroðsla Það vita allir, sem komið hafa nálægt skólamálum, að mikið af þeim yfirborðs- fróðleik, sem nemendur læra og tekið er til prófs, gleymist fljótt og kemur aldrei að beinum notum. Það þarf þó ekki að vera þar með sagt, að það sé algerlega gagnslaust, hafi það til dæmis þroskað hæfileikann til að læra eða gert þá betur undir það búna að bæta við þekkingu sína eða færni á einhverju sviði. Þó held ég, að þessi ágripskennda þekking, sem skólarnir veita einatt nemendum sín- um, sé ekki greiðasta leiðin til þroska. Væri ekki betra til dæmis i barnaskólum að læra færra og læra það þeim mun betur? Hugsum okkur að til dæmis í landafræði, sögu, náttúrufræði eða bók- menntum væri tekið fyrir afmarkað efni og reynt að gera því sæmileg skil. Ég gæti hugsað mér, að kennarar og jafnvel nemendur hefðu nokkuð frjálsar hendur um það, hvað tekið væri fyrir. Þetta held ég, að væri heillavænlegra en það óná- kvæma ágrip af helzt öllum námsgrein- um, sem nú er reynt að troða í alla jafnt með misjöfnum árangri. Ég efast stórlega um, að það sé rétta leiðin að byrja jafnvel í 10 ára bekk að kenna tvö erlend tungumál. Væri ekki betra að reyna að kenna eitt að einhverju gagni? Það vita allir, að sá, sem hefur tileinkað sér eitthvert tungumál til hlítar, á auð- veldara með að læra nýtt. Kennslustarf í hálfan fimmta áratug hefur líka kennt mér að meta ekki mann- gildið eftir því einu, hvort einstaklingur- inn er hneigður til bóknáms eða á auð- velt með að læra flóknar stafsetningar- reglur. Ég hef þekkt nemendur, sem aldrei gátu lært að neinu gagni, hvar rita átti z eða tvöfaldan samhljóða, en urðu fyrirmyndarstarfsmenn, þegar þeir komu út í atvinnulifið. Þeir gátu til dæmis orðið það góðir vélamenn, að þar virtist þeim liggja allt i augum uppi, sem máli skipti. Ég hygg líka, að ef þjóðinni hefur vegnað eitthvað lakar meðan eng- inn skrifaði z eða tvöfaldan samhljóða á undan öðrum samhljóða, þá sé orsökina ekki þar að finna. Eðlilegur vöxtur nemandans Stefna nýskólamannanna var fyrst og fremst að skapa nemendum skilyrði til eðlilegs vaxtar. Það er að segja, að nem- andinn en ekki námsefnið er það, sem miða skal við. Það skal fram tekið hér, að á þeim 40 árum, sem liðin eru síðan ég fyrst kynntist dönskum skólum, hefur þessi stefna haft mikil áhrif á dönsk skólamál. Ég hygg, að nú finnist ekki lengur það steinrunna afturhald, sem þá mátti sjá þar. Að minnsta kosti er það ekki það, sem útlendingum er sýnt nú. Nú á seinni árum hafa farið fram all- víðtækar rannsóknir í skóla- og uppeldis- málum víða um heim og einnig lítils hátt- ar hé'r á landi. Ekki verður mikið um þær dæmt hér á landi, svo stutt sem þær eru á veg komnar, en ég þekki ekki mikið til þeirra erlendis. En við skulum vona, að þær stefni að því að hlúa að eðlileg- um vexti nemandans, en einskorði sig ekki við að sannreyna, hvernig mestum fróðleik megi koma fyri'r i höfði hans á sem stytztum tíma og með sem minnstri fyrirhöfn. Með öðrum orðum, takmarkið sé hamingjusöm og heilbrigð æska, sem þroskast á eðlilegan hátt. Hitt gæti minnt óþægilega á tilraunir búnaðarráðu- nautsins í þá átt, hvaða fóðurblanda væri bezt fyrir svinið eða holdanautið til að fá mikinn fallþunga. Gömlu mennirnir 29

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.