Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 32
Arthúr Björgvin: Um fyrirmyndarsamfélög Brot úr sögu útópíunnar Önnur grein Ein af grundvallarkenningum kristin- dómsins er kenningin um náunga- kærleikann sem undirstöðu bræðralags- samfélags allra manna. Mönnum ber að auðsýna hver öðrum umburðarlyndi, vin- áttu og kærleika. Með góðu fordæmi skulu þeir ýta undir samskonar hneigðir í fari náunga sins. Boðorðið um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn gildir ekki lengur. Þvertámóti skulu menn jafnan gjalda illt með góðu: sértu sleginn á hægri vangann skaltu rétta fram þann vinstri. Ríki ná- ungakærleikans hefur ekkert rúm fyrir stéttskiptingu og aðrar tegundir ójafnað- ar, sem brennimerkt hafa samfélög manna á jörðu. Allir menn eru jafnir fyrir guði. Inntak þeirrar veraldlegu samfélags- sýnar sem bregður fyrir i kristindómnum er á þá leið, að menn skuli lifa fábrotnu lífi, varast hverskyns óhóf og láta ágirnd á veraldlegum auðæfum ekki eitra líf sitt. Kristur sjálfur fer hörðum orðum um auðsöfnunina og andúð hans á þess- konar iðju er jafnvel slik, að hann held- ur þvi fram, að það sé auðveldara „fyrir úlfalda að ganga gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að ganga inn i guðsríki“ (Matt. 19,24). Það er því ofureðlilegt, að þessar kenningar skyldu framanaf njóta mestrar hylli hjá lágstéttunum, þeim þjóðfélagshópum, sem engar eignir áttu aðrar en likamskrafta sína og stund- um ekki einusinni það. Enda er litill vafi á því, að þessar hugmyndir hafa þegar á dögum frumkristninnar fallið í frjóan jarðveg hjá alþýðunni. Til viðbótar þess- ari samúð með lítilmagnanum kemur svo það, að öllum þeim sem ástunda dyggðugt liferni, breyta réttilega i samskiptum sín- um við náungann og auðsýna guði sínum trúmennsku, stendur til boða inngangan í guðsríkið, þarsem hverskyns skipting manna i háa og lága er úr sögunni, öllu ranglæti veraldarinnar úthýst og ánægj- an ríkir ein. Hinsvegar hafa menn ekki verið á eitt sáttir um það, hvort þeirra tveggja sjónarmiða, sem segja má að takist á í kristninni, sé þyngra á metun- um, það sem elur á andófi manna gegn þeim sem beita smælingjana harðræði og misrétti hér á jörðu eða hitt sem leggur áherzluna á innri breytni, frómt hugar- far eitt og sér sem forsendu fyrir inn- göngu i Paradís. Eftir daga frumkristn- innar, þegar kirkjan fer að hasla sér völl sem valdastofnun og sópa að sér verald- legum auði, er að sjálfsögðu sífellt meira lagt uppúr innrænum hliðum trúarinnar, enda kirkjan þá orðin hliðholl valdhöf- unum og sér sér lítinn hag í því að láta byltingarbrodd frumkristninnar koma um of í ljós. Þá koma fram einstaklingar sem neita að beygja sig undir það sem þeir álíta afskræmingu kirkjunnar á kenningum Krists og eru staðráðnir í að vera trúir þeirri andúð sem víða gerir vart við sig í frumkristninni á kúgun og ranglátum valdaaðilum þessa heims. Má þar nefna sem dæmi uppreisnarleiðtog- ann Bar Kochba sem efnir til byltingar- kenndra hópaðgerða i Palestinu á 2. öld e. Kr. og er jafnvel á endanum hylltur sem Messías af lýðnum. Um Guðsríkið Á fyrri hluta 5. aldar kemur fram ritið Um Guðsríkið (De Civitate Dei) eftir Ágústínus af Hippó eða Heilagan Ágúst- ínus einsog hann er seinna nefndur. Segja má, að þetta rit endurspegli þær hug- myndir, sem orðið hafa ofaná meðal for- vígismanna kirkjunnar um sambandið milli samfélagssýna kristninnar og þeirra þjóðfélaga sem mennirnir hafa stofnsett á jörðu. Heilagur Ágústínus fæddist árið 354 í Tagaste, sem þá var hluti af rómverska skattlandinu Númidíu í Norður-Afríku, þarsem nú heitir Alsír. Hann hneigðist ungur að kenningum svonefndra Mani- kea, en þeir kenndu sig við spámanninn Maní, sem á að hafa verið uppi á 3. öld eftir Krist. Maníkear viðurkenndu Krist sem spámann, en trúðu jafnframt á tilvist tveggja jafnvoldugra guða. Ann- an vildu þeir kalla uppsprettu ljóssins, guð hins góða, hinn litu þeir á sem guð myrkursins og hins illa i heiminum. Þeg- ar Ágústínus var um þrítugt var hann farinn að hallast mjög að kenningum Krists og árið 387 stígur hann skrefið til fulls og lætur skírast til kristinnar trúar. Átta árum seinna er hann gerður að biskupi í Hippó í Norður-Afríku og á þeim 35 árum, sem hann á enn eftir ólif- uð, er hann einhver djarfasti málsvari kristninnar sem þá er uppi. Raunveruleg kveikja þessa rits var inn- rás Gota í Róm, árið 410. Margir úr hópi innrásarmannanna voru kristnir og nú notuðu rómverskir heiðingjar tækifærið tilað koma fram andúð sinni á hinum nýja sið og báru kristninni það á brýn, að hún hefði átt drjúgan þátt í að grafa undan innri samheldni Rómaveldis og rjúfa þarmeð hinn dýrmæta frið, pax romana. Ýmsir urðu til þess að hafa orð á þessum ásökunum við biskupinn í Hippó og þessi áburður leiddi til þess, að Ágúst- ínus hófst handa um að semja einskonar varnarrit fyrir kristindóminn, þarsem hann sendir áðurnefndar ásakanir aftur heim til föðurhúsanna. Að þessu riti vann hann á árunum 412—426, eða i rúm 13 ár. Um Guðsrikið skiptist í 22 bækur (kafla). Samkvæmt því sem Ágústínus segir sjálfur í bréfi einu, sem nýlega mun hafa fundizt, hefur hann ætlað tíu fyrstu bókunum það hlutverk að ganga milli bols og höfuðs á kenningum heiðindóms- ins, en seinni bækurnar tólf fjalla svo um ágæti kristninnar og verðleika henn- ar umfram heiðnina.1) Þar dregur höf- undurinn upp samhliða myndir af tveim ríkjum, ríki guðs, civitas dei, og and- stæðu þess, jarðríkinu, civitas terrena. Sú tvíhyggja sem er grunntónninn í öllu þessu riti á sér djúpar rætur, í Davíðs- sálmum og ýmsum öðrum ævagömlum „Guðsríkið“ einsog Ágústínus hugsaði sér þaö. Teiknaö eftir þýðingu Raouls de Presles á 15. öld. Efst eru dýrlingarnir, sem þegar hafa fengið inngöngu í himnariki, og í „básunum“ sjö fyrir neðan eru þeir sem búa sig undir himnavist með ástund- un kristilegra dyggða og þeir sem eiga sér enga von vegna dauða- syndanna sjö. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.