Samvinnan - 01.06.1973, Qupperneq 44

Samvinnan - 01.06.1973, Qupperneq 44
lyndi. Að baki öllum hinum glaðværu hugdettum dylst sársauki yfir forgengi- leik allra hluta. Hugsunin um dauðann, efni sem kemur fyrir aftur og aftur í kín- verskum skáldskap, litar einnig ljóð Lí Pós. „Einhvern tíma mun munnur, sem við kyssum i dag, verða duft“, segir hann beisklega í einu kvæða sinna. Ellikvíðinn kemur einnig sterkt í ljós — tvíefldur þar sem lífsþorstinn er svo óslökkvandi. Oft drekkur hann til að gleyma, að dagarnir færa hann stöðugt nær gröfinni. Morgun- stund eina, þegar hann drakk til að deyfa hugsunina, finnur hann skyndilega vor í lofti og andvarpar: „Hvað stoðar nú allt heimsins vor eins drukkinn og ég er!!“ Vínið varð smám saman fyrir Lí Pó sá björgunarfleki, sem gat fleytt honum í ör- yggi burt frá vonbrigðum lífsins inn í draumheim skáldskaparins. í kraftaverkalandi skáldskaparins barg víman honum frá því að þrúgast undir raunveruleikanum og lét hann svífa upp mót hinum svimandi hæðum alheimsins í ljóði. Þróunin Ef fylgt er skáldþróun Lí Pós í réttri tímaröð, kemur í ljós, að gáski æskunnar vék smám saman fyrir þrúgandi böl- hyggju, sem náði hámarki í hinum miklu minningamyndum frá árinu rétt fyrir borgarastyrjöldina og óx með krafti örvæntingarinnar með hermennskukveð- skapnum frá síðustu árum hans. Hann tjáir oft á hrífandi hátt heimþrána á ókunnum slóðum, eftir því sem hann verður eldri. Fáir hafa lýst einmanaleika með dekkri dráttum en Lí Pó í kvæðinu „Um nótt“, sem hann endar með þessum línum: „Sem syngjandi svipir svífur skari framandi fugla í dimmri nóttu hjartanna." Og þegar hann reikaði um flóttamaður í uppreisninni miklu og sá ef til vill í fyrsta sinn eigin örlög í örlögum landsins, náði hann að lokum hinum rétta tóni í stríðs- kveðskapnum. Lýsing, sem hann dregur upp í „Vetrarstríði", orkar á okkur í dag eins og hluti af nútímanum og gæti þeirra hluta vegna hafa orðið til í bardögunum í Víetnam eins og á landamærum Kansú fyrir rúmlega 1000 árum. í kvæðunum sjáum við Lí Pó eins og hann vildi gjarnan vera — í lífinu eins og hann raunverulega var. Og ef við sameinum það í eitt, höfum við fyrir okkur mann, fullan með veik- leika og snilligáfu. Veikleikanum deilum við mörg með honum — snilldin er hans eins. Frá blautu barnsbeini áleit hann sig kallaðan til einhvers sérstaks. Eftir því sem hann óx úr grasi virðist hann hafa þjáðst af eins konar stórmennskubrj ál- æði, sem var meinlaust öllum öðrum en sjálfum honum. Hann var fæddur stór- lygari og varð með tímanum stórkostlegur blekkingameistari. Hann vék frá sann- leikanum án minnsta samvizkubits, ef nauðsyn bar til. Hann skipti oft um kon- ur, en sjaldan um vini. Hann var eftir því sem hann segir sjálfur frá lélegur eiginmaður, en ástúðlegur faðir. Hann var mjög dáðríkur, þegar hann var fullur, og gerði með tímanum skil gífurlegu magni af víni. Þannig komst hann und- an alvöru lífsins nógu lengi til að leggja rækt við snilligáfu sína. Þá var hann heill og frjáls. Hann lifði skáldalífi í ríkara mæli en nokkur samtíðarmanna hans; hann galt það dýru verði og lét gjarna aðra taka þátt í kostnaðinum. Hann fann aldrei eirð í sínum beinum við borgara- legt líf og var áreiðanlega óábyrgur sem maður. En þegar næstum allir hinir al- varlegu menn T’ang-tímabilsins voru löngu gleymdir, mundu menn enn Lí Pó. Og okkur ber að þakka þessu gamla skáldi fyrir það, að hann þorði að vera hann sjálfur í góðu og illu. Hann mundi aldrei hafa skilið Ibsen — að halda dóms- dag yfir sjálfum sér var hlutur, sem Lí Pó aldrei gerði. Það eftirlét hann öðrum. Þannig var þessi maður sem lifði sextíu fátæk ár á jörðu í Kínaveldi áttundu aldar. 4 Níu Ijóð eftir Lí Pó UM BÁTINN Bátur minn er úr íbenviði, hljóðpípa mín úr jaði. Hún er úr skíru gulli. Og eins og skógardöggin þvær flekkina af kyrtli mínum — þannig hreinsar vínið hjarta mitt. Gullinn bikar víns, irtill bátur á vatni og konuást — hvers er þá þörf? ÁRSTÍÐIRNAR Á vorin spretta gróandi blóm fram úr faðmi náttúrunnar. Á sumrin gleðjumst við yfir hvítum Iiljum vatnsins. Á haustin gulna laufin, og blómin anga eins og vín. Á veturna þyrlar snjórinn Ijóði yfir akrana. Á LEIÐ FRÁ FJALLINU CHÚNG-NAN TIL VÍNBIKARS OG HINNA GÓÐU HÆGINDA HÚ SÚS Á göngu minni niður af bláu fjalli húmsins fylgdi máninn mér heim. Ég leit um öxl inn í djúpa skugga kvöldsins á veginum. Þegar ég kom að húsi vinar míns, heyrði ég barn hans kalla, og ég lét leiða mig eftir krókóttum stíg gegnum bambusgróðurinn í garðinum, og grænar greinar festust í skikkju minni. Ég hlakkaði til að hvílast og drekka með vini mínum ... Og við sungum brátt við þyt kvöldgolunnar í toppum furutrjánna og þögnuðum fyrst, þegar stjörnurnar hurfu mót deginum. Og — þá var ég drukkinn og vinur minn meira en glaður — í sameiningu gleymdum við veröidinni. VARANLEIKI Bylgjurnar sökkva í sæ — fuglarnir fljúga mót fjarlægum ströndum. En fjallið Chíng T’íng og dvergurinn Lí Pó hvíla grafkyrrir um eilífð. HEGRINN Á strönd hins ísbláa vatns stendur einmana hegri, hvítur sem fannbreiða í fjalli. í hljóðri og kaldranalegri ró bíður hann á kletti sínum eftir frosthörkum vetrarins. DANS GUÐANNA Með flautu minni, sem er úr jaði, bar ég söng minn fyrir mennina, en þeir skildu hann ekki, og þeir hlógu Þá tók ég flautuna, sem er úr jaði, og lyfti henni í kvöl mót himni, og flutti guðunum söng minn. Og þeir dönsuðu eftir honum á glóandi skýjum ... Nú syng ég aftur fyrir mennina. Og nú skiija þeir mig, þegar ég leik á flautuna mína, sem er úr jaði... BEISKUR SANNLEIKUR Náðugi herra — skenktu ekki meira vin á bikar minn. Ég vil syngja söngva harmsins fyrir þig. Nú líður að lokum. Gestir þínir hafa ekki lengur gleðilæti í frammi. Túlípaninn fellir blöð sín, og hjarta mitt talar orðum sannleikans, hlýddu á: Náðugi herra — óteljandi eru hallir þínar; hugdjarfir kappar, konur, angandi vín. Ég á aðeins lútu og fáein bitur Ijóð. Aðeins eitt er víst í lífi okkar: það er dauðinn. Einhvern tíma verða varir þær, sem við kyssum í dag, orðnar að dufti. Þei, aparnir villtu, gráta við yfirgefnar grafir undir fölum mána ... Náðugi herra — við skulum drekka út úr bikurum okkar. HLÝTT Á HÖRPUSLÁTT BÚDDAMUNKSINS CHÚNS Með hörpuna hjúpaða grænu silki reikaði hann hægt niður fjallið í vestri. Þegar hönd hans snart strengina heyrði ég andvarp furutrjánna gegnum þús- undir skóga ... Ég heyrði hann í ferskum lindunum og frostskærum klukkum klaustranna án þess að skynja lengur að það rökkvaði í fjöilum og haustskýin þéttust til regns. ELDFLUGAN Sjálft regnið fær ekki slökkt vesælan lampa þinn — vindurinn eykur aðeins undarlegan bjarmann. Hví flýgur þú ekki rakleitt inn í himininn og gerist stjarna djúpt inni í dimmri nóttinni? 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.