Samvinnan - 01.06.1973, Qupperneq 53

Samvinnan - 01.06.1973, Qupperneq 53
Alabastur-styttur með ígreyvt augu og höfuö- föt úr jarðbiki, sem fundust í gröfum við Tell es Sawwan frá byrjun Hassuna-skeiösins. tregir til aö taka sig upp a) akri, sem orðinn er frjósamur fyrir vinnu þeirra; auðmagn hefur verið fest í landinu. Og mannvirki í þágu framrœslu og áveitu krefjast samvinnu alls samfélagsins. Þau binda samfélagið saman efnahagslegum böndum. Og aðstaða til að takmarka vatnsnytjar fcerir samjélaginu þvingunarvald. Af því œtti að lokum að hljót- ast stjórnmálaleg sameining alls þess svœðis, sem háð er áveitukerfi einnar ár. Raunar veröur fram á það sýnt, að hinar œðri sið- menningar hvíldu fyrst og fremst á áveitu- rœktun.“Þ>) Jarðvegur óshólmanna, sem tvisvar á ári hlaut framburð fljótanna tveggja að áburði, var ákaflega frjósamur. Uppskera á ökrum, sem vatni var veitt á, var ríku- leg. Hún stóð undir fjölgun íbúanna og skiptingu þeirra jafnframt í starfsstétt- ir.if) Til marks um fjölgun ibúanna er end- urbygging helgistaða hvað eftir ann- að, og æ stærri og stærri.18) Samt sem áður virðist sem landnemar frá Suður- Mesópótamiu hafi leitað upp með fljót- .\Y\ r \ . ui s \ \ unum Tigris og Evfrates til að nema land. Tiltækan efnivið nýttu landnemarnir til hins ítrasta. Sigðir og jafnvel naglar voru gerð úr hertum brenndum leir. Mótaðir og brenndir úr leirnum voru líka hleðslu-„steinar“, sem hús og önnur mannvirki voru hlaðin úr. Likön úr leir af kopar-munum eru að auki helzta heimildin um málmbræðslu í Suður- Mesópótamíu á þessu skeiði. Frá því hafa aðeins í leitir komið fáeinir munir úr málmi þaðan, en meðal þeirra eru skutull og öxi. í Norður-Mesópótamíu, en á svæði Ubaid-menningarinnar, hafa aftur á móti verið grafnir upp hlutir úr gulli, sem eru beinlínis visbending um málm- vinnslu. Og á meðal þeirra eru elztu grip- ir úr gulli, sem fundizt hafa. Líkön úr leir benda einnig til, að bátar hafi verið gerðir úr seftágum, er fléttaðar voru sam- an. Leirker voru all-vel gerð, en ekki frá- bær. Þau virðast enn hafa verið handunn- in. Steinn og tinna til áhaldagerðar voru auðfengin. „Ubaid-varningur hefur jafn- vel fundizt norðan Taurusfjalla, á slétt- um Malatya, Elazig og Palu. í norðvestur bárust áhrif Ubaid-menningarinnar allt vestur til Mersíu í Cilicíu, en þar daga þau uppi. f suðvestri er Hama við Orantes- fljót suðurmörk Ubaid-vara. í norð- austri voru Ubaid-vörur fluttar yfir fjalla- skörðin til Azerbadsjan . . . í austri var samskiptum uppi haldið við Khazistan og verzlunarslóðir voru troðnar austur á bóginn.“18) Ubaid-menningarskeiðið virðist hafa liðið undir lok á fyrra helmingi fjórða árþúsunds f. Kr. En „hið mikla afrek Ubaid-skeiðsins var að skapa landbúnað, sem tilhlýðilegur var óshólmunum, og félagshætti og lífsviðhorf, sem hnigu að gagngerri nýtingu þeirra.“20) 4 1) Stuart Piggott, Introduction to Earliest Civilizations o) the Near East by James Mellaart, London, 1965. 2) V. Gordon Childe, New Light on the Most Ancient East, London, 1954, bls. 15—17. 3) Henri Frankfort, The Birth of Civilization in the Near East, London, 1959, bls. 35. 4) J. Mellaart, Earliest Civilizations of the Near East, bls. 32 og bls. 36—37. 5. C. Cippolz, Economic History of World Population. 6) J. Mellaart, Earliest Civilizations of the Near East. bls. 84. 7) Ibid., bls. 85—86. 8) Ibid., bls. 85. 9) Ibid., bls. 89—93 og bls. 100. 10) H. Frankfort, op. cit., bls 36. Frankfort hélt áfram: „Útbreiðslu jarðyrkju virðist í fyrstu mega rekja til hægfara flutninga jarðyrkjanna . . . Frumstæð jarðrækt með rekum eða garðrækt . . . mergsýgur jarð- veginn. Viðhöfð eru ekki regluleg umskipti á sáðum korntegundum né er akur látinn standa ósáinn á nokkurra ára fresti; að nokkrum árum liðnum þarf að ryðja nýtt land. Þegar landið í nágrenni (hins byggða bóls) hefur verið þaulræktað, flytjast þorpsbúar búferlum inn í óbyggð. Smæð byggðra bóla á steinöld hinni nýju og grafreitir þeirra sem og slóð þeirra inn á meginlandi Evrópu benda til hægfara, en stöðugra fólksflutninga út frá miðsvæð- inu, þar sem jarðyrkja var fyrst upp tek- in.“ Ibid., bls. 37. 11) J. Mellaart, op. cit., bls. 120: 12) V. Gordon Childe, op. cit., 111—112. 13) „Hvelfdu byggingarnar . . . eiga hlið- stæður á Kýpur (Khirokitia), á Krít (á Messara-sléttu) og, á seinna tímaskeiði, á Pelopsskaga (Mýkena); og það er áreiðanlega ekki hending ein, að móður- gyðjan, dúfa, tví-exi, og bukranium (minjagripir um naut) eru hefðfastir helgigripir, bæði á Krít á mínóska skeið- inu og í Anatólíu fyrir daga Hittíta." George Roux, Iraq. Harmondsworth, 1964, bls. 66—67. Um upphaf Halaf-menningar- innar hafa James Mellaart farizt svo orð: „Að henni stóðu sennilega aðkomumenn að norðan, og upprunaleg heimkynni hennar eru sennilega í „tyrkneska" hluta Mesópótamíu. (Athygli hefur verið veitt) allmörgu áþekku og líku með Halaf-menn- ingunni frá ofanverðu sjötta og öndverðu fimmta árþúsundi . . . og leifum frá menningarskeiðum á steinöld hinni nýju og frum-járnöld í Anatolíu. Þau voru þá senn á enda, og rétt um það leyti sem Halaf-menningin var að hefjast, um 5000 f. Kr„ fluttist miðstöð menningarlegrar og tæknilegrar þróunar, í fyrstu til norðan- verðrar Mesópótamíu, og síðar, eftir hrun Halaf-menningarinnar, til landsins sunn- anverðs . . . Átrúnaður hennar, nautg- dýrkunin þá meðtalin, málmsmíði, vefn- aður, frábær leirker og há-tækni yfirleitt minna óhjákvæmilega á Catal Huyuk, Hacilar og Can Hassan . . .“ Op, cit., bls. 119 og bls. 125. 14) V. Gordon Childe, op. cit„ bls. 115. 15) Ibid., bls. 114. 16) Ibid., bls. 24. 17) „Jarðvegurinn var svo frjósamur, að hundraðföld uppskera var ekki fátíð. Af heimildum frá 2500 f. Kr. verður að sönnu ráðið, að uppskera á bygg-ökrum hafi að jafnaði verði 86 sinnum meiri en útsæð- ið.“ V. Gordon Childe, What Happened in History, Harmondsworth, 1964, bls. 98. 18) „Bygging og umfram allt tíð endurbygging hofanna, sem sum voru mjög umfangs- mikil, verður höfð til marks um, að Ubaid- fólkið hafði, að sagt verður, skapað form- einkenni fyrstu siðmenningarinnar f Mesópótamíu, borgina helgu, þar sem at- vinnulegt, félagslegt og trúarlegt líf sner- ist um hofið og presta þess.“ G. Clark, World Prehistory, Cambridge, 1962, bls. 92. 19) J. Mellaart, op. cit„ bls. 130. 20) V. Gordon Childe, op. cit., bls. 118. 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.