Samvinnan - 01.06.1973, Page 55

Samvinnan - 01.06.1973, Page 55
V. í gegnum svefninn heyrirðu hljóminn heyrir og kalt svíður þér birtan í augum þegar nóttin er öll og asi og þreyta taka völdin í landinu Fossar þér birtan svöl flæðir og hrífur þig úr faðmi draumsins og aftur hefurðu stefið um daganna rás og þann vana sem allir dagar þér skapa daganna rás sjálfgerð iðkun og ánauð í senn Daganna rás sá vani sem þú verður og varst þú velur og þér virðist dagurinn bíða en það verður þú sem bíður sem verðandi velur þá leið er fyrrum þú fórst fjötraður hringnum dökka Það er oft um nætur þú heldur frelsið bíða að morgni von þess að tindurinn gnæfi úr þoku bjartur vonar og væntir en þokan lykur þig þrátt og þó að þú kafir djúþt kviksyndið dökka þunga drekkir þér inn í myrkrið og djúpið lykur þig hringurinn rauður sem ekkert rýfur utan sá hljómur sem barst þér minning hálfgleymd og veik dulin og draumurinn hefst Þrátt bak við hafið sem beið þín undir úrsvölum himni yfir sandana sveimar svefngengill ótta og hljóms VI. Úr sári morguns fyrstu dögun döggvað af draumsins rót hefst tréð mót himni blám Við ym þess kvika fljóts þín ósk þín þrá af endurómi vex úr sandi auðnar lífguð fljótsins grósku saðning sárrar vonar um svefn í húmi dimmra endurfunda Þitt blóð það niðar þungt og gróskumett þrá þín er öll í faðmi asksins rauða sem drúpir laufi hrísi vaxa stígir fornra kynna festarhringir skipa er aldrei komu losna úr gróp og undir bláum himni dagarnir koma einn af öðrum hrynja yfir sandsins auðn og stíginn hulda þann er enginn veit en sá er rýfur hringinn hverfur og orðin syngja galdur sviðsins VII. Draumur — og hljómurinn hefst þér þú teygar í botn fullan bikar meðan strengleikar sandsins drjúpa bak við fortíðina sem strauk þaninn strenginn fyrr en sporin urðu óteljandi þar sem tréð stóð og teygaði gróskuna úr strengjum árinnar sem rann þér fyrr en þú lifðir fortíðina innan við múrinn þar sem gígjan bergmálar ákallið Ljósbrot árstrengsins syngur við sendna strönd sporast tómlegu hljóði þar sem þú hlustar á leik sandkornanna í gengnum sporum Og áður en nokkuð gerðist var tréð visið og ákallið til árinnar drukknaði í sandflæminu þarna sem sporin eru ófarin leið andstæðra átta Gengin sporin þessi ósegjanlega þreyta svefn — og augun verða þung þung og þú sefur sandurinn sefur í gylltri sól þungum svefni eins og höfugt vín á eikarámum í svölum hvelfingum Og ást þín sandkornin sem sviptast til í vindinum hlaðast upp og dreifast sandkornin endalaus endalaus er ást þín eins og sandurinn sandurinn er ást þín Sandorpið landið kviksyndið við árbakkann þar sem tréð stóð kviksyndið endalaust og það marar í myrkrinu bundið álögum sandsins það marar í kviksyndinu hálft og veikt martröð endalausra sporanna martröðin og vindarnir eru þar senn sunnanvindurinn og vestanvindurinn þjóta í sefinu yfir árborðið og sandflákinn hefst sandbylurinn hrópar hið ósegjanlega sandhríðin fyllir auðnina sáru myrkri þaninn strengur kvalarinnar yfir auðninni VIII. í dauðahryglu endurlausnarinnar steinast himnarnir rauðu myrkri undirdjúpin skjálfa sannleikurinn opinberast en verður aldrei sagður Hvað verður um hina glötuðu þegar dansinum er lokið? í upphafi varð allt eilíf endurtekning og þeir vænta svara Er dansararnir hrapa að lokum inn í hrynjandi flautuspiIsins hefjast tónarnir til himins og festingin mun óma 55

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.