Samvinnan - 01.06.1973, Side 64

Samvinnan - 01.06.1973, Side 64
mikilli eftirtekt og hét því að leika valsinn eftir fyrirmæl- um tónskáldsins í framtíð- inni. Þegar Wagner kom í sömu götu nokkrum dögum seinna, heyrði hann aflur valsinn sinn úr strætisorganinu. Hann gekk til gamla mannsins til að heilsa uppá hann, en það fyrsta sem hann sá var skilti sem stillt hafði verið uppá lagkassann. Þar stóð: LÆRISVEINN RICHARDS WAGNERS Til marks um hin einkenni- legu tengsl Friedrichs Nietz- sches við Richard Wagner má hafa eftirfarandi tvenn um- mæli hins fræga heimspek- ings: „Þegar alls er gætt, hefði ég ekki getað lifað af æsku- ár mín án tónlistar Wagners. Því ég var dæmdur til að um- gangast Þjóðverja. Vilji mað- ur losna undan óbærilegri þvingun, verður hann að grípa til hass. Já, ég varð að grípa til Wagners. Wagner er mót- eitur gegn öllu sem er þýzkt í eðli sínu — þeirri staðreynd, að hann sé líka eitur, neita ég ekki.“ „Sem tónskáld heyrir Wagner til málaranna, sem Ijóðskáld til tónskáldanna, sem listamaður til leikar- anna.“ William Henry Vanderbilt (1821-1885), bandarískur mill- jónamæringur, skipa- og járn- brautaeigandi, gekk undir nafninu „Járnbrautakóngur- inn“. Hann var jafn aðsjáll í peningamálum og hann var ríkur. Hann gaf til dæmis aldrei þjórfé: „Tímarnir eru erfiðir," sagði hann, „það verður að fara vel með doll- arann.“ A hóteli í Kaliforníu, þar sem hann eyddi sumar- leyfi, hafði herbergisþernan beðið árangurslaust í tvær vikur eftir vikakaupinu, sem venja var að gestir réttu þjónustufólkinu, og var litið á það sem uppbót á föst laun. Loks stóðst hvin ekki mátið og áræddi að gefa auðjöfrin- um bendingu, þegar hún stöðvaði hann dag einn á tröppum hótelsins. — Æ, herra Vanderbilt, í nótt dreymdi mig yður. — Hvað segið þér! — Já, og þér höfðuð gefið mér tíu dollara. — Tíu dollara! sagði Vand- erbilt og klóraði sér í hnakk- anum. Hm, það var engin smá- upphæð. Jæja, en látum það vera, þér skuluð bara halda henni! Þegar Vanderbilt var spurð- ur hvernig hann hefði aflað allra milljónanna sinna, var hann vanur að segja þessa sögu: — Menn halda að ég hafi orðið milljónamæringur á því að ferja fólk yfir Hudson- fljótið, en það er ekki rétt. Grundvöllur auðæfa minna var hænsnahópur, sem ég hafði sjálfur keypt og annaðist um. Tilgangur minn var vitaskuld að selja eins mörg egg og kostur væri. Ég tók eftir því, að þegar hænurnar voru búnar að verpa eggi, tóku þær sér stöðu til hliðar við það og virtu það fyrir sér með eins- konar aðdáun, jafnframt því sem þær hugsuðu með sér að nú væri þessu skylduverki lokið! Þetta gaf mér þá hug- mynd að búa til hreiður, sem væri þannig úr garði gert, að eggið rynni í net undir því jafnskjótt og hænan yrpi því. Þegar ég var búinn að smíða hreiðrið, beið ég átekta og fylgdist með hvaða áhrif upp- finningin hefði. Hænan reis hreykin á fæt- 64

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.