Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 5

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 5
BIRGIR THORLACIUS: FRÁ HAWAII í júriímánuði 1960 vorum við dr. Þorkell Jóhannesson á ferð á Hawaii í boði Bandaríkjastjórnar og áttum þá meðal annars tal við háskólarektorinn þar. Grunaði inig sízt, er þeir rektorarnir ræddu um framtíð háskóla sinna og önnur hugðarefni, að vini mínum dr. Þorkatli væri skammtaður svo naumur tími til sinna nriklu verkefna sem raun er á orðin. Háskólinn á Hawaii stendur í útjaðri Honolulu, þar sem landið er farið að hækka til fjallsins. Þegar okkur bar þar að garði, var fjöldi æskumanna á stéttum, grasflötum, í göngurn og anddyri aðalbyggingar háskólans. Þar mátti sjá fólk af ýmsu þjóðerni, því að þetta voru fimm þúsund námsmenn frá ýms- um löndurn Asíu, Hvrópu og Ameríku að innritast á sumarnámskeið. Þarna voru hörundsbjartir Norðurálfumenn, Indverjar með dulspeki árþúsunda í augum, skáeygir og gulleitir Japanir og Kínverjar, Filippsevja- og Kóreumenn og fulltrúar Suður- og Norður-Ameríku, — og þó er eins og í andlit heimamanna á Hawaii séu mótuð öll helztu einkenni þessa sundurleita hóps. Að horfa yfir þennan flokk var eins og að sjá í svip upptök þeirra strauma, sem hafa myndað og mótað íbúana á Hawaii eins og þeir eru í dag. Hawaii-eyjar eru myndaðar af eldgosum á óralöngum tíma og enn vakir eldurinn og gerir vart við sig. Fjöllin eru sum geysihá, svo há, að á hæstu tind- um festir snjó, svo sem á Mauna Kea, en Mauna Kea þýðir Hvíta fjall. Mauna Kea er 4000 metra hátt yfir sjó, en ef mælt væri frá sjávarbotni myndi fjallið vera hið hæsta í heimi. Dýpi sjávarins er þarna 6000 rnetrar. Næst eyjunum er þó víðast grunnsævi innan við kóralrif, sem halaldan brotnar á. Drifhvítur brirn- hringur liggur um hverja ey í dinnnbláum sænurn. Utan við kóralrifin er hyl- dýpi og þar morar af hákörlum. En innan við rifin er sléttur sjór að kalla. Hákarlarnir hætta sér ekki inn fyrir kóralrifin, og þarna eru hinar ákjósanleg- ustu baðstrendur. Menn kann að furða á því í fyrstu, að ef spurt er, hve Flawaii-eyjar séu margar, þá vilja svörin verða nokkuð misjöfn. Sumir segja 20, aðrir 23 og enn aðrir 50. Stafar þetta af því, að ekki liggur í augum uppi, hvað á að kalla eyjar og hvað einungis hólma eða kóralrif. En aðaleyjarnar eru átta, þar af sjö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.