Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 8

Andvari - 01.08.1961, Page 8
102 BIRGIR THORLACIUS ANDVARI með frumstæðum steinöxum og gerðu sér báta, reistu húsgrindur úr timbri og þöktu þær grófu grasi. Slík grashús em ekki lengur notuð, en gerðar hafa verið nákvæmar eftirlíkingar þeirra og má t. d. sjá slíkt liús í Bishop-safninu í Hono- lulu, sem er fullkomnast safna um þjóðminjar frá Suðurhafseyjum. Hawaii- menn stunduðu einnig landbúnað af atorku. Þeir ræktuðu jurt, sem kallast Taro, — á íslenzku filseyra (Colocasia antiquorum), og úr rótarhnúðum jurtar- innai bjuggu þeir til einskonar stöppu, sem á þeirra máli heitir ,,poi“. Þessi matur, ásamt fiski, var aðalfæða eyja-manna. En einnig ræktuðu þeir svokölluð „kínversk jarðepli", en það er rótarávöxtur, sem ekkert á skylt við jarðepli. Enn- fremur neyttu þeir brauðaldina, og svin höfðu þeir, hunda og hænsni, og var allt notað til fæðu, — einnig hundarnir. Taro-stappan var mjög fitandi, enda töldu höfðingjar eyjanna, karlar sem konur, það sjálfsagt og tákn um veldi og velmegun að vera sem allra feitastir, og þótti eftirsóknarvert að verða 300 pund á þyngd. Karlmenn stunduðu landbúnað og fiskveiðar, en konur bjuggu til ábreiður og klæðnað úr berki mórberjatrjánna. Börkurinn var lagður í bleyti og barinn í þunnar lengjur. Hlutverk kvennanna í daglegum störfum í hinu foma samfélagi á Hawaii var engu þýðingarminna en karlmannanna, og þær voru sumar hverjar álíka valdamiklar og hinir ráðamestu höfðingjar. Eljusemi og listfengi hinna fornu Hawaii-búa speglast sennilega einna bezt í hinum undurfögru fjaðrahjálmum og fjaðraskikkjum, sem gerðar voru handa konungum þeirra og öðrum höfðingjum. í þær þurfti litríkar fjaðrir af þúsundum smáfugla. Fuglunum var náð lifandi. Aðeins vissar fjaðrir, örfáar, voru teknar af hverjum fugli, og honum síðan sleppt aftur. Síðan voru hinar litfögru smáfjaðrir felldar saman í dýrindis skikkjur, sem entust óralangan tíma og halda litfegurð sinni og bera vitni um ríka fegurðartilfinningu og ótrúlega elju. Svipaðar skikkjur voru einnig gerðar sums staðar í Suður-Ameríku, og má sjá sýnishorn af þeim í söfnum á Spáni, en fjaðraskikkjurnar á Hawaii, sem varðveittar eru í Honolulu, virtust mér enn fegurri á að líta. En lífið á Hawaii var ekki eintómt erfiði. Hawaiibúar hafa alla tíð verið miklir sundmenn, og þar var og er sú list leikin við strendur að svnda eða fara á báti út undir kóralrifin, stíga þar á fjöl, sem er eins og breitt skíði, og láta hvítfyssandi, glóðvolga ölduna bera sig upp að ströndinni. Er engu líkara en þessir brimreiðarmenn renni sér með ofsahraða í bláu hveli öldunnar, sem fvrr eða síðar brotnar um þá og fleygir þeim af skíðinu. Heimamenn eru leiknir í þessari íþrótt, en aðkomumenn fá marga kaffæringu, þrátt fyrir góða tilsögn, áður en þeim lærist að stíga ölduna og stýra undan brotunum um stund. En svo lokkandi er þessi leikur og tilbreytingaríkur, að menn una við hann dag- langt og dögum saman, inilli þess sem þeir hvílast í sólbökuðum sandinum, sem

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.