Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Síða 12

Andvari - 01.08.1961, Síða 12
106 BIRGIR THORLACIUS ANDVARI eyjanna. Honolulu, höfuðborgin, sem er á eyjunni Oahu, er byggð meðfram einhverri beztu baðströnd í heimi. Á eina hlið er Demantshöfði og Kókóhöfði, en að baki eru skógivaxin fjöll. Þar uppi í fjöllunum, sem heitir Nuuanu Pali, háði Kamehameha I. úrslitaorustu í viðleitni sinni til að sameina öll hin smáu konungdæmi eyjanna undir sína stjóm og endaði með því að steypa fjand- mannaliðinu niður hengiflug fjallsins. Honolulu er nýtízku borg, strætin breið og fögur milli fagurra bygginga, en hvarvetna vaggast hinir geysiháu kókospálmar í hafgolunni, og skrjáfið í marg- fingruðum blöðum þeirra minnir á regnhljóð. Aðrar pálmategundir með lægri stofni og þéttari blaðhvirfingu blasa víða við meðfram götum og í görðum og allt er vafið ótrúlegum sæg litríkra blóma. Gistihúsin eru ný og glæsileg, og í sölum þeirra kveður við lágvær og seiðandi hljómlist Hawaii-gítara, og menn dansa fram eftir í stjörnubjartri nótt suðursins við flöktandi skin kyndlanna, og langa skugga pálmatrjánna ber á hvítan sandinn við ströndina. Hljómsveitir, söngvarar og dansendur með Hawaii-blóð í æðum skemmta með húla-dönsum, — sólbrúnt, íturvaxið fólk. Þarna eins og í mörgum sólarlöndum er léttari blær yfir fólkinu en i löndum norðursins, þar sem vetur er langur og lífsbaráttan með öðru móti. Eitt af þvi, sem athygli vekur, þegar reikað er um Elonolulu, er hið undar- lega sambland þess þjóðahafs, sem flætt liefur um þessar strendur. Menn af óblönduðum stofni Hawaii-manna sjást sjaldan, en flestir munu þeir á eyjunni Molokai. Þegar hvítir menn komu til eyjanna, báru þeir með sér sjúkdóma, sem þegar í stað herjuðu miskunnarlaust meðal heimamanna, og fækkaði þeim þá þegar mjög. Og alla stund síðan hafa frumbyggjar Hawaii-eyja verið að fara halloka fyrir aðkomumönnum. íbúatalan hefur verið áætluð 300 þúsund, þegar James Cook fann eyjarnar, árið 1778, en fyrsta manntalið, árið 1853, leiddi í Ijós að þá voru eyjamenn 70 þúsund og um 1925 voru þeir ekki orðnir nema rúmlega 20 þúsund. Og nú mega þeir heita horfnir eða svo blandaðir aðkomu- mönnum, að raunverulega er um nýja þjóð að ræða. Á einni eyjunni, Niihau, búa um 250 menn af hreinum stofni Hawaiimanna. Þeir búa þar í fullkominni einangrun, við forna hætti og hafa lítið sem ekkert samband við umheiminn, — tala hina fornu tungu sína, nýta land sitt að eldfomum sið og stunda fisk- veiðar á þann hátt að standa á töngum við sjóinn, þar sem aðdýpi er og slöngva neti sínu með eldsnöggum hreyfingum yfir fiska, sem svnda framhjá. Niihau er í eigu auðugrar fjölskyldu og fær enginn að koma þangað, nema með sér- stöku leyfi, sem sjaldan er veitt. Þetta er því einskonar lifandi safn, sem þó er ekki líklegt að varðveiti til lengdar brot af hinni fornu þjóð, sem byggði Hawaii- eyjar um aldir í fullkomnu vitundarleysi um umheiminn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.