Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 12

Andvari - 01.08.1961, Page 12
106 BIRGIR THORLACIUS ANDVARI eyjanna. Honolulu, höfuðborgin, sem er á eyjunni Oahu, er byggð meðfram einhverri beztu baðströnd í heimi. Á eina hlið er Demantshöfði og Kókóhöfði, en að baki eru skógivaxin fjöll. Þar uppi í fjöllunum, sem heitir Nuuanu Pali, háði Kamehameha I. úrslitaorustu í viðleitni sinni til að sameina öll hin smáu konungdæmi eyjanna undir sína stjóm og endaði með því að steypa fjand- mannaliðinu niður hengiflug fjallsins. Honolulu er nýtízku borg, strætin breið og fögur milli fagurra bygginga, en hvarvetna vaggast hinir geysiháu kókospálmar í hafgolunni, og skrjáfið í marg- fingruðum blöðum þeirra minnir á regnhljóð. Aðrar pálmategundir með lægri stofni og þéttari blaðhvirfingu blasa víða við meðfram götum og í görðum og allt er vafið ótrúlegum sæg litríkra blóma. Gistihúsin eru ný og glæsileg, og í sölum þeirra kveður við lágvær og seiðandi hljómlist Hawaii-gítara, og menn dansa fram eftir í stjörnubjartri nótt suðursins við flöktandi skin kyndlanna, og langa skugga pálmatrjánna ber á hvítan sandinn við ströndina. Hljómsveitir, söngvarar og dansendur með Hawaii-blóð í æðum skemmta með húla-dönsum, — sólbrúnt, íturvaxið fólk. Þarna eins og í mörgum sólarlöndum er léttari blær yfir fólkinu en i löndum norðursins, þar sem vetur er langur og lífsbaráttan með öðru móti. Eitt af þvi, sem athygli vekur, þegar reikað er um Elonolulu, er hið undar- lega sambland þess þjóðahafs, sem flætt liefur um þessar strendur. Menn af óblönduðum stofni Hawaii-manna sjást sjaldan, en flestir munu þeir á eyjunni Molokai. Þegar hvítir menn komu til eyjanna, báru þeir með sér sjúkdóma, sem þegar í stað herjuðu miskunnarlaust meðal heimamanna, og fækkaði þeim þá þegar mjög. Og alla stund síðan hafa frumbyggjar Hawaii-eyja verið að fara halloka fyrir aðkomumönnum. íbúatalan hefur verið áætluð 300 þúsund, þegar James Cook fann eyjarnar, árið 1778, en fyrsta manntalið, árið 1853, leiddi í Ijós að þá voru eyjamenn 70 þúsund og um 1925 voru þeir ekki orðnir nema rúmlega 20 þúsund. Og nú mega þeir heita horfnir eða svo blandaðir aðkomu- mönnum, að raunverulega er um nýja þjóð að ræða. Á einni eyjunni, Niihau, búa um 250 menn af hreinum stofni Hawaiimanna. Þeir búa þar í fullkominni einangrun, við forna hætti og hafa lítið sem ekkert samband við umheiminn, — tala hina fornu tungu sína, nýta land sitt að eldfomum sið og stunda fisk- veiðar á þann hátt að standa á töngum við sjóinn, þar sem aðdýpi er og slöngva neti sínu með eldsnöggum hreyfingum yfir fiska, sem svnda framhjá. Niihau er í eigu auðugrar fjölskyldu og fær enginn að koma þangað, nema með sér- stöku leyfi, sem sjaldan er veitt. Þetta er því einskonar lifandi safn, sem þó er ekki líklegt að varðveiti til lengdar brot af hinni fornu þjóð, sem byggði Hawaii- eyjar um aldir í fullkomnu vitundarleysi um umheiminn.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.