Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 17

Andvari - 01.08.1961, Page 17
ANDVARI FRÁ HAWAII 111 Hú\a-dans á Hawaii. — Ljósm.: B. Th. ríkjanna gerðu allt sem þau gátu til að bægja sykrinum frá Hawaii frá bandarísk- um markaði, en með hagkvæmum samningi, sem einum af konungum Hawaii tókst að gera við Bandaríkjastjórn, og vegna sívaxandi framleiðslutækni, varð þróunin sú, að sykurframleiðslan varð gífurlegt fjárhagsatriði, og þeir, sem höfðu trvggt sér ræktunarland á Hawaii, urðu nú á skömmum tíma vellauð- ugir. Enn kom önnur stóryrkja til sögunnar: ávaxtaræktun, og þá aðallega ananasræktun. Þessi ávöxtur þroskast seint, en er ákaflega ljúffengur og selst um víða verökl í stórum stíl. Ræktun ananas, unz jurtin ber ávöxt, tekur nærri tvö ár og hitinn má helzt aldrei verða minni en 16 stig á Celcíus. Moldin, þar sem ananasjurtin er ræktuð, er rauð á lit, og er einkennilegt að horfa yfir hinar geysivíðáttumiklu, grænbláu ananasekrur, sem bílvegir liðast um eins og rauðir þræðir. Ávaxtaræktun og ræktun sykurreyrs voru um langt skeið aðaltekju- greinar Hawaii, og hinar einu sem nokkuð kvað að á heimsmælikvarða, en nú hafa eyjarnar enn meiri tekjur af ferðamönnum og hinni miklu flotastöð í Pearl Harbor. Hvarvetna heyrði maður á Hawaii sagðar gamansögur og skrýtlur frá dög- um trúboðanna, sem virðast sumir hverjir hafa gerzt allveraldlegir þegar mögu- leikar tóku að skapast til auðsöfnunar á eyjunum vegna vaxandi útflutnings-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.