Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 32

Andvari - 01.08.1961, Side 32
SIGURÐUR EINARSSON: Sorgin, sem býr í augum þínum Sorgin, sem býr í augum þínum, er ekki myrk eins og undirdjúp hafsins, ekki köld eins og blástirnd frostnótt. Nei, hún er björt eins og hásumardagur því hún er svipur hvítrar, tindrandi gleði, hvítrar, dáinnar gleði, sem eitt sinn átti höll sína í hjarta þér og skoðaði dýrð veraldarinnar þínum augum. Sorgin, sem býr í augum þínum, er ekki mállaus eins og fórnarlamb, ekki þögul eins og kvölin, sem hvorki á sér miskunn hins hljóða gráts né fró hins skerandi kveins. Nei, hún kveður við titrandi strengi um hina miklu, hvítu gleði, sem eitt sinn fagnaði í hjarta þér og lofsöng dýrð veraldarinnar þínum munni.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.