Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 51

Andvari - 01.08.1961, Side 51
ANDVAIU FREUD OG JUNG 145 Sigmund Freud. Carl Gustav Jung. Nú verður vikið að fræðilegum ágrein- ingi þeirra Freuds og Jungs og gerð nokk- ur grein fyrir hvers eðlis hann var og hvernig hann var til orðinn. Þar sem efnið er talsvert yfirgripsmikið, verður að sjálfsögðu stiklað á staksteinum. A fyrsta áratug þessarar aldar hafði Freud, eins og þegar er getið, lagt sig allan fram við að rannsaka kynlíf manns- ins, þróun þess og þátt þess í sálrænum sjúkleika. 1 stórurn dráttum leit hann á málin þannig: Hann gerði ráð fyrir tvcim tegundum sálrænna hvata, -— annars vegar „Sexual-triebc" (kynhvatir. Orku þeirra nefndi hann Libido), — og hins vegar ,,Ich-triebe“. Hann taldi að mark- mið kynhvatanna væri að varðveita kyn- slóðirnar, en markmið „Ich“-hvatanna varðveizla einstaklingsins. Kjama tauga- veiklunar áleit hann fólginn í árekstrum milli þessara tveggja hvata. Þegar hann hafði um all-langt árabil snúið sér nær einvörðungu að rannsókn kynhvatanna og fannst þær orðnar all-vel kannaðar, fór hann að gefa „Ich“-hvötunum nán- ari gaum. Hann komst þá að því, að sjálfið (das Ich, hér í hvatrænni merk- ingu) var einnig hlaðið libidó, sem hann þá nefndi narcissistiska libidó. En þá varð um leið Ijóst, að alvarlegur brestur var kominn í fræðisctningarnar. Væri gert ráð fyrir, að sjálfið væri sérstök hvöt, að- greind frá kynhvötunum, var augljóst mál, að narcissistisk libidó í sjálfinu var rökleysa. Hins vegar varð hin narcissist- iska libidó ekki á brottu felld nema með því einu móti að loka augunum fyrir þýð- ingarmiklum klinískum staðreyndum. Freud og mörgum fylgismönnum hans varð allórótt, þegar þetta kom fram, á árunum 1910—1912, og sumir hölluð- ust helzt að þeirri skoðun, að réttast 10

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.