Andvari - 01.10.1963, Side 67
ANDVARI
LEIKRIT GUÐMUNDAR KAMBAN
185
svipbrigðahæfileika, sem getur lýst á
sannan hátt yfirþyrmingu Höddu þegar
hún sér sig svikna af Ingólfi, og sér hann
fallinn fyrir systurinni sem hún hatar og
segir að elski eins og rándýr. „Ekki einu
sinni systur sinni Iilífir hún þó að hún
viti að þú sért eini maðurinn sem mér
hefur nokkurn tíma þótt vænt um . . .
Eg á engan óvin nema hana. Blóðið scm
rennur í æðum hennar er svikari."
Með þessu fyrsta verki sínu sýndi
Kamban að hann var fæddur leikritahöf-
undur. Spennan í þessu vel byggða og
ljóðræna leikriti vex, persónurnar dýpka
með rás athurðanna. En samt sem áður
eru það ekki persónur cða atburðir, sem
cru aðalatriðið í leikritinu. Nei, það sem
fvrst og frcmst gerir Höddu Pöddu að
sterkum sviðrænum harmleik er and-
rúmsloftið sem átökin eiga sér stað í. Og
það er fyrst og síðast íslenzkt andrúmsloft,
sem hreif áhorfendur á frumsýningunni
í Konunglega leikhúsinu í Kaupmanna-
höfn. Það var andi fornsagnanna og
Eddu, sem lék um þetta nútíma leikrit
um líf og dauða þriggja persóna. Það
finnst í anda leikritsins, í hinum stuttu
nreitluðu tilsvörum, í mætti íslenzks geðs
sem fólgið er í atburðarásinni en fyrst og
fremst í valdi örlaganna. Hér gætir einnig
skyldlcika við örlagatrúna í grískum
harmlcikjum, og þrátt fyrir ýmsan mis-
mun virðast mér þeir eiga eitthvað skylt
við sígildar fornbókmenntir Islendinga.
Það er varla hægt að færa ncinar heinar
sönnur á áhrif frá grískum harmleikjum í
Höddu Pöddu. Þau verða ekki fundin í
hinu rökræna og hlutbundna og alls ekki
í formi. Það verður ekki á þau hent í til-
svörum, en aftur á móti í anda leikrits-
ins, í helhlænum, sem svo oft hvílir yfir
grískum harmleikjum scm hin gömlu
skáld slungu svo snilldarlega í verk sín.
Það er áorkan þéssarar tilfinningar sem
verður hér fyrir okkur. Þegar í öðrunr
þætti skynjum við, að Hadda er dæmd
til að missa Ingólf til Kristrúnar og okk-
ur grunar, að það muni ríða henni að
fullu. Eftirfarandi atriði er, með tilliti
til þess sem áður hefur gerzt, snjöll og
sviðræn leikritun. „Hadda Padda: Ég
get það ekki Ingólfur, ég gct ekki lifað
án þín.
Ingólfur: Mundirðu hafa gleði af lífinu
í daglegri samhúð við rnann sem ekki
elskar þig.
Hadda Padda: (Þegir, stendur og geng-
ur að hljóðfærinu, hallast máttvana upp
að því).
Ingólfur: (tckur fram hringinn og legg-
ur á borðið).
Hadda Padda: (stendur kyrr). Ingólfur.
Það er seinasta bónin sem ég hið þig.
Gerðu mér ekki skilnað okkar sárari en
hann þarf að vera. Ég er stödd á þínu
heimili, þar sem allir hafa mætur á mér.
Mér væri óbærilegt að vera hér, eftir að
allir vissu þetta. Gerðu það fyrir mig að
bera hringinn, þangað til ég er farin hcim.
Þess verður ekki svo langt að bíða. Lof-
arðu mér því?
Ingólfur: (handleikur hringinn án þcss
að svara).
Hadda Padda: Það cr síðasta hón mín.
Ingólfur: Ég lofa því (lætur hringinn
upp).
Hadda Padda: (horfir á hann á með-
an).
Á leiksviðinu verða leikstjóri og leikar-
ar að leggja áherzlu á helgruninn í svip-
brigðum, leik og hrynjandi þessa atriðis.
Vonin, sem Hadda Padda tengir við hring-
inn, cr dauðadæmd. En það, að hún vill
halda hringnum, sýnir okkur hversu stór
hennar óhamingjusama ást er. Annars
verður leikritið í þriðja og fjórða þætti að
harmleik hinnar forsmáðu konu, cins og
Vér morðingjar verður harmleikur um