Andvari - 01.10.1963, Page 96
214
ERIK S0NDERHOLM
ANDVARI
fordæming, refsing, himinn og helvíti,
skilja allt þetta á þann hátt, að þessi hug-
tök lifðu í þeim og voru hluti af þeim
sjálfum. Nútíðarmaðurinn getur aftur á
móti örsjaldan sannfærzt um skoðun, sem
varpar skilningsljósi yfir öll fyrirbæri til-
verunnar. Nútíðarmaðurinn á enga sam-
eiginlega heimsmynd, enga heimsskoðun
og ekki heldur lífsskoðun. Aðeins tómið
eitt. En tóm leiðir af sér kvíða og öryggis-
leysi, sem getur fengið manninn til að
grípa hið vesalasta hálmstrá sér til bjarg-
ar. Stundum kemur pólitísk ofsatrú í
trúar stað, stjórnmálaleiðtogar og hug-
myndir þeirra eru tilbeðnar eins og goð-
mögn, á sama hátt og sumar vísindalegar
vinnutilgátur hafa verið gerðar að eins
konar opinberun, til dærnis freudismi og
darwinskenning. Ef við nú höldum okk-
ur að þessum tveimur „vísindalegu sann-
reyndum", sem réðu liigum og lofum á
fjórða tug aldarinnar, er lítill vandi að
ganga úr skugga um, að á þeim grund-
velli hefur reynzt ógerlegt að byggja upp
siðakerfi, þar sem trú framþróunarkenn-
ingarinnar á rétt hins sterkari og sú trú
freudismans, að maðurinn láti algjörlega
stjórnast af blindum hvötum, hlutu að
leiða til andhverfrar, andfélagslegrar af-
stöðu. í þessu sambandi er ekki úr vegi
að vekja athygli lesandans á hinum svo-
nefnda andlega níhilisma, sem segir, að
sérhver ummæli, sem fela í sér matið gott
eða illt o. s. frv., hafi aðeins og eingöngu
huglægt gildi, þ. e. a. s. að sérhver dóm-
ur eða skoðun, sem menn láta í ljós, sé
algjörlega háður harla ófullkominni þekk-
ingu þeirra og reyndar ófullkomleika
mannlegrar þekkingar yfirleitt. Þetta gct-
ur vitanlega leitt til þess, að sérhver sann-
færing eða trú verði gerð að persónulegri
grillu, scm ekki eigi að þurfa að hafa
nein áhrif á skoðanir annarra; en hvað
er þá gilt eða verðmætt yfirleitt? Á þess-
um leiðum stendur maðurinn aftur and-
spænis tóminu, tilgangsleysinu og ein-
manaleikanum, andspænis óskapnaði, sem
veldur ótta.
Hér að upphafi máls er einnig vert að
gera sér þess grein, að um leið og sam-
eiginleg trú dó, hrapaði einnig grund-
völlurinn undan sameiginlegu skáldlegu
táknmáli. Tökum til dæmis sálm eftir
Grundtvig, og við sjáum að hann er full-
ur af skírskotunum, sem skiljast aðeins af
þeim trúuðu og biblíuföstu, það er að
segja öllum sannkristnum mönnum. En
áður fyrri skildist þetta táknmál ekki að-
eins af menntamönnum, heldur langt út
fyrir raðir þeirra, sem venjulega eru taldir
fulltrúar hinnar æðstu menntunar. Með
allsherjar afkristnun hverfur grundvöll
urinn undan þessu samciginlega máli, og
þar sem ekki liefur kornið fram nein sam-
eiginleg trú, hefur ekki heldur heppnazt
að skapa neitt nýtt almennt táknmál, sem
allir gætu skilið. Þegar lesendur kvarta
undan erfiðleikum við að nota sér nú-
tímaskáldskap, er það ekki hvað sízt þessu
að kenna: táknmál skáldsins er hans einka-
fyrirtæki en ekki almenningseign. Vita-
skuld stendur skáldið sjálft oft andspænis
miklum og óleysanlegum vanda, því geti
hann ekki gert hugmyndir sínar að al-
mannaeign og látið þær í ljós með skilj-
anlegum táknum, verður skáldskapur hans
svo lokaður, að hann á fremur heima í
skrifborðsskúffunni en í bókahillum
annarra manna.
Sízt er að undra, að þessi sundrung og
klofningur í lífsafstöðu hafi einnig leitt
til upplausnar hinna gömlu bókmennta-
forma, og reyndar mætti hið gagnstæða
virðast óhugsandi: að reyna að láta algert
misræmi í ljós í algjörlega samræmu
formi! Skilningurinn á þessu hefur lyrir
löngu leitt til þess í Danmörku, að menn
hafa t. d. veitt viðtöku rímlausum og
hrynjandilausum ljóðum, sem satt að
segja hafa verið ofan á í dönskum skáld-