Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 99
ANDVARI
DANSKAR BÓKMENNTIR 1940—1960
217
fram allt má ekki skilja þetta svo, að M.
A. H. hafi verið barnalegur afturhalds-
maður og haldið, að hægt væri með
heimatilbúnum aðferðum að halda lífinu
í hinni gömlu menningu gegn framvindu
tækninnar. Oðru nær, því að hann sá
Ijóst, að þetta væri vitaskuld ekki hægt,
en hann vildi halda í lífsviðhorf og mann-
skilning bændamcnningarinnar, einingar-
sjónarmiðið, sem viðmiðun handa nýrri
menningu, er leggja skyldi megináherzlu
á Iiið mannlega og samhengi þess við hið
guðdómlega, mcnningu, sem ekki glcymdi
hinu andlega í manninum.
Þetta lífsviðhorf birtist enn skýrar í
næstu skáldsögu, „Lykkelige Kristoffer"
(1945), sem gerist á siðbótartímanum, en
sú var skoðun böfundar, að cinmitt á því
tímabili hefði mannleg hugsun fyrst farið
að slíta sig úr tengslum við hið guðdóm-
lega og hin gamla eining menningarinnar
orðið fyrir þeirri upplausn, sem hámarki
hefur náð með heimsstvrjöldum aldar
vorrar mcð allri sinni ringulreið á sviði
menningarlífsins. í sögunni er sagt frá
hetjunni Kristoffer, sem fer út í heiminn
til þess að berjast fyrir réttlætið og vernda
þá vanmegnugu, konur, börn og dygga
guðs þjóna. Eftir mörg ævintýri, sem
sjaldan eru glæsileg fyrir hina hraustu
en heldur en ekki barnalegu betju, kem-
ur hann til Kaupmannahafnar og fellur
þar scm ósvikin hetja, meðan stendur á
hinni raunalegu umsát bæjarins árið
1536.
Sagan cr óvægið uppgjör við skynsemis-
hyggju nútímans. í samtali við gamla
klausturformanninn sannar stjörnufræð-
ingur nokkur, að himingeimurinn sé tóm-
ur og því sé heldur enginn guð til, öll
tilveran skýrist af náttúrulögum, heimur-
inn sé cins og vandað úrvcrk. Hinn auð-
mjúki herrans þjónn verður samt ekki
orðlaús, heldur svarar að við eigum ekki
að leita guðs í himninum, heldur hjart-
anu, „því að maðurinn er musteri guðs,
þó að þar kunni að vera skarn í skotum".
Ilið illa og hið góða, Guð og Satan, lifa
að klausturmannsins hyggju inni i hon-
um sjálfum, og með breytni sinni ræður
hann því úrslitum hver sigurinn hafi.
Ónnur veigamikil grundvallarhugsun
birtist skýrt í bókinni. Bæði klausturfor-
maðurinn og hetjan Kristoffcr sanna styrk
lífsskoðunar sinnar með þjáningunni og
píslarvættisdauðanum. Báðum er þeim
lýst sem vanmegnugum mönnum í heimi
veruleikans. Þar bíða þeir alltaf ósigur, en
innri styrkur þeirra er svo þroskaður, að
þeir sigrast á andstæðingum sínum sið-
ferðilega, og einmitt með því sanna þeir
tilverurétt skoðana sinna. Augljóst er, að
böfundurinn hefur hér Krist scm fyrir-
mynd.
Þessar tvær meginhugmyndir tók höf-
undurinn síðan til enn frekari meðferðar
í hinum ágætu en torsóttu smásagnasöfn-
um, „Tornebusken" (1945) og „Ager-
htínen“ (1947) og í ritgerðasöfnunum
„Tanker i en skorsten" (1948) og „Mid-
sommerkrans" (1956), og hér við bætist
svo lítil en mjög efnismikil skáldsaga,
„Lögneren" (1950), og með henni endar
raunar höfundarferill skáldsins.
A öllum þessum verkum eru augljós
symbólsk einkenni. í tilraun sinni lil að
skilja orsakir menningarkreppunnar fjar-
lægist skáldið auk þess enn ákveðnar hin-
ar vtri aðstæður, þjóðfélagsástandið, og
leggur að sama skapi meiri áherzlu á hið
sálræna, finnur alla sökina í hverjum ein-
stökum manni, sem raunar er veikur sem
einstaklingur, en cf hann gerir sér ljósan
ábyrgðarhluta sinn gagnvart mannkyn-
inu, verður hann siðferðilega sterkur.
Veikleikinn og manngæzkan cru valds-
aðilar, og í þessum óhefðbundna kristin-
dómi endar höfundarbrautin.
I mestu sögunum í smásagnasiifnunum
tveimur, einkum þó aðalsögunum „Mid-