Andvari - 01.10.1963, Side 102
220
ERIK S0NDERHOLM
ANÐVARI
frá því sjónarmiði að geta dæmt hlutlægt,
algjöriega óháður öðrum. Hann er dæmi-
gerður valdbeitingarmaður, sem hcfur
skapað sér vald með því að vekja ótta hjá
öðrum, en i raun og veru er hann ekki
annað en gamall, veiklundaður, móður-
sjúkur maður, sem með klókindum hefur
kunnað að notfæra sér veikleika manna.
Hann hggur fyrir dauðanum, og hörn
hans þrjú eru enn einu sinni öll saman-
komin á bernskuheimilinu, þrjár mislukk-
aðar manneskjur. Eldri sonurinn hefur
mótað sjálfan sig eftir mynd föður síns
og orðið jafneinmana og hann, en yngri
bróðirinn hefur reynt að rjúfa þessa ein-
angrun með því að kasta sér út í kyn-
makasvall til þcss að komast þannig í
snertingu við aðra mcnn, cn árangurs-
laust, það varð aðeins holdlegt samband.
Systirin er gift, en hjónabandið er ckki
hamingjusamt og hefur ekki heldur komið
henni í samband við aðra mannveru, og
því er hún jafneinmana og bræðurnir.
Mcðan þau híða eftir því að faðir þeirra
gefi upp öndina, láta þau sig drcyma svo-
litla jarðneska hamingju, þar sem þau
geti sloppið frá hinni daglegu tilveru,
sem er orðin þcim að helvíti. En meðan
þau er enn að dreyma drauminn um
litla yndislega húsið í sveitinni, rennur
hann þeim úr greipum, og þegar dóm-
arinn er dauður, er eininguhni lokið.
Eldri bróðirinn kýs að fylgja dæmi föður
síns, en yngri bróðir hans hverfur til
vonsnauðrar sláttumannstilveru sinnar
mcðal sfelpnanna í Nýhöfn. Systirin ein
finnur aðra leið. Hún hafði tekið þá
endanlegu ákvörðun að brjótast út úr
hjónabandi sínu, en þcgar bún kemst að
raun um, að maður hennar er vcikur og
þjáist af ótta við dauðann, beygir hún sig
undir örlög sín og hverfur aftur til þess að
hjálpa honum og fórnar sinni eigin ham-
ingju með ungum ástföngnum manni, því
að „fyrst er að elska sjálfur án þess að vera
elskaður á móti. Án þess að vænta fyrir-
gefningar fyrir neitt!" Bræðurnir velja
einangrun, cn hún velur aftur á móti
að vera bundin annarri manneskju,
ábyrgð í staðinn fyrir ábyrgðarleysi.
Árið 1956 sendi Branner frá sér síðustu
bók sína til þessa, „Ingen kender natten“,
um Iiugtækt efni frá hernámstímanum,
sem hann notar til þcss að sundurgreina
kreppu nútímamannsins og benda á leið-
ina til lausnar. Bókin fjallar þannig
áfram um það sem að ofan greinir, en
sjónarsviðið er víðara, skilningurinn dýpri
og þroskaðri og tónninn ástríðuþrungnari.
Titill bókarinnar er táknrænn, þar sem
„nóttin" táknar hið sálræna, andlega, sem
maðurinn hefur gleyrnt að taka tillit til,
cn eingiingu með því að taka það upp
aftur munum við geta orðið heilsteyptar
persónur, en ekki aðeins vélrænar brúður,
sem láta stjórnast af líkamshvötum cll-
egar einhæfum grillukenningum.
Á einum stað í þessari sögu ræða
nokkrir fangar, hvaða tæki sé hægt að nota
i baráttunni gegn valdbeitingarmannin-
um. Fulltrúar húmanismans vísa á bug
því ráði að beita sjálfur valdi, því að þá
fari ckki hjá því, að verknaðurinn smiti
út frá sér og húmanistinn mótist á þann
hátt af valdshugmyndinni. Gegn vonzk-
unni skal ekki barizt með vonzku, hcldur
með auðmýkt, veikleika og ábyrgðartil-
finningu. Góðleikur andspænis ofbeldi
vcrður lausn húmanismans á heimsvand-
andum.
Þéir sem vel eru heima í evrópskum
skáldskap síðan á miðjum fjórða tug ald-
arinnar, vita, að einmitt þessi hugsun
cr cin þeirra, sem mcst cru ræddar. í
dönskum skáldskap hefur Branner sam-
stöðu með Martin A. ITansen, cn
stcrkasti andstæðingur sjónarmiðs þeirra
var leikri ta skál dið Kjeld Abell. Þeg-
ar í fyrstu leikritum hans sjáum við
þeirri skoðun haldið fram, að sé húman-