Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 11
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
9
leiðinleg verk.“ Þar eru líka látnar fylgja umsagnir. - Skemmst er frá því að
segja að Passíusálmarnir eru efstir á blaði yfir þau verk sem fræðimennirnir
hallmæla, samkvæmt þeirri reglu að mest skuli níða það sem hæst ber.
„Ekki heil brú í þessum illa samda mærðarvaðli“, segir einn bókmennta-
fræðingurinn. Annar er svo illa að sér að hann heldur að Passíusálmarnir
séu „ofmetnir vegna þess að þeir eru taldir „meistaraverk“ víða um heim
og látið meira með þá en flest annað bókmenntakyns frá íslandi.“ Það eru
fáir aðrir en við íslendingar sem vita hvert meistaraverk þessir sálmar eru,
enda hafa þeir ekki verið þýddir á mörg tungumál. Hins vegar vita mennt-
aðir menn sem kunna skil bæði á íslenskum skáldskap og erlendum að
sálmar Hallgríms eru sambærilegir við fremstu trúarbókmenntir hvar sem
er.
Þjóðsöngurinn, Lofsöngur séra Matthíasar, fær líka margar slettur enda
vinsælt að hnýta í hann síðan Halldór Laxness gerði það forðum. Einn
þátttakandinn er þó svo óheppinn að telja Lofsöngnum til lasts að hann sé
„troðfullur af þjóðrembu“, þar sem leitun mun á annarri eins auðmýkt í
nokkrum þjóðsöng. - „Allur skáldskapur Einars Benediktssonar" er einn
hæsti skotspónninn. „Oflofaðasti leirímoðari allra tíma“, segir einn um
Einar og annar: „Sá stallur sem búið er að tylla Einari upp á sýnir best að
enginn nennir að ganga á hólm við þennan tyrfna, þurra og stirðbusalega
mikilmennskuvaðal.“ Um Einar H. Kvaran segir einn fræðimaðurinn:
„. . . .annars þykir mér allt hans pár hið mesta hroð (!) og velgjan stígur
upp í manni við það eitt að heyra á hann minnst.“
Mér fannst rétt að gefa fleirum en þeim sem lesa blað stúdenta í íslensk-
um fræðum kost á að sjá hvern hug verðandi fræðimenn bera til bók-
menntaarfs okkar og hvers konar umsagnir þeir eru reiðubúnir að láta frá
sér fara þótt nafnlaust sé. Þátttakendur í „könnuninni“ voru að sögn um-
sjónarmanns einvalalið, „háskólastúdentar, kennarar, gagnrýnendur og
annað bókmenntaáhugafólk sem þótti uppfylla þau skilyrði að vera sæmi-
lega víðlesið.“ Af því fólki sem svo talar sem hér hefur verið tilgreint er
augljóslega ekki að vænta menningarlegrar og víðsýnnar umræðu um ís-
lenskar bókmenntir. Því virðist meira í mun að glæða fordóma.
Vissulega þarf að endurmeta hinar sígildu bókmenntir okkar og ekki um
að sakast þótt það sé stundum gert á ögrandi hátt. Gæti reynst örvandi, og
að því væri að minnsta kosti mannsbragur, að einhver af Mímisliðum kæmi
fram í eigin nafni og reyndi að rökstyðja sleggjudóma sína, sýna að á bak
við þá sé einhver innstæða. Meðan svo er ekki gert verður að líta á ummæli
þessa fólks um bókmenntir, hvort sem er til lofs eða lasts, sem marklaust
gaspur.
Gunnar Stefánsson