Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 68
66
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
ríkjanna og ríkisstjórna í Austur-Evrópu og átök víða um heim eiga ekki
aðeins rætur að rekja til brenglaðs hagkerfis heldur einnig og ekki síður til
þess ófrelsis sem víða ríkir.
Upp úr allri þessari ringulreið heimsins vona menn að geti risið alþjóð-
legur lífsstíll sem nærist á menningarlegri þjóðernishyggju (Global Lifestyl-
es and Cultural Nationalism, John Naisbitt. MEGATRENDS 2000
1990:102). Samvinna þjóða heims frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hef-
ur líka borið mikinn árangur, einkum á sviði verslunar og viðskipta, tækni,
vísinda og menntunar. Umræða um lýðræði, mannréttindi og menningu
þjóða og þjóðarbrota hefur hins vegar fallið í skuggann af efnahagslegum
og tæknilegum framförum og árangur á sviði mannréttinda og lýðfrelsis
hefur því orðið minni. Hins vegar bendir margt til þess að nauðsynlegt sé
að gefa þeim málum meiri gaum ef unnt á að vera að leysa þær deilur og
átök sem upp hafa komið víðs vegar um heiminn og þá meðal annars í Evr-
ópu.
Alþjóðlegar stofnanir
Til þess að gefa lesendum örlitla hugmynd um hið víðtæka alþjóðasamstarf
sem vaxið hefur úr grasi undanfarin 50 ár, skulu hér tekin fimm dæmi um
alþjóðlegar eða fjölþjóðlegar stofnanir enda þótt dæmin um alþjóðastofn-
anir skipti mörgum tugum á öllum sviðum þjóðlífsins. Fyrst ber að nefna
Sameinuðu þjóðirnar sem stofnaðar voru með sáttmála hinn 26. júní 1945.
Öll ríki heims að heita má, hátt á annað hundrað talsins - eru aðilar að SÞ.
Markmið SÞ er að varðveita heimsfrið og efla friðsamlega sambúð með
þjóðum heims sem byggist á gagnkvæmri virðingu fyrir grundvallarsetning-
um jafnréttis og sjálfstjórnar. Innan SÞ eru síðan fjölmargar sjálfstæðar
stofnanir sem vinna verkefni á afmörkuðum sviðum. Má þar nefna Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunina (World Health Organization, WHO),
Barnahjálp SÞ (United Nations Children’s Fund, UNICEF) og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn (International Monetary Fund, IMF) sem vinnur að því
að efla réttlát og skipuleg gjaldeyrisviðskipti og tryggja efnahagsjafnvægi í
heiminum.
I öðru lagi má nefna Evrópuráðið (Council of Europe) sem hlaut stofn-
skrá sína hinn 5. maí 1949. Flest ríki Evrópu eiga nú aðild að Evrópu-
ráðinu. Markmið Evrópuráðsins er að efla samstöðu með aðildarríkjunum
í því skyni að vernda og viðhalda hugsjónum og reglum sem eru sameiginleg
arfleifð þeirra og stuðla að framförum bæði á sviði efnahagsmála og menn-
ingarmála. í þriðja lagi má nefna Norðurlandaráð (Nordisk rád) og Nor-