Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 128

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 128
126 ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR ANDVARI bæst í fylkingu íslenskra skálda, maður með hreina skáldæð í brjósti þótt skáldskapurinn væri að vísu ekki stórbrotinn. Hvert skáld væri fullsæmt af kvæðunum Farfuglinn, Vegamót og Þorgeir Ljósvetningagoði. Skáldinu Þorsteini Erlingssyni þótti hins vegar lítið til bókarinnar koma. Kvenna- blaðið Framsókn lauk lofsorði á bókina, taldi hana einkennast af hreinum, óspilltum tilfinningum hins bjartsýna æskumanns. Mannúðarandi gangi sem rauður þráður gegnum þetta ljóðakver. í Heimskringlu birtist langloka mikil eftir sýslung Guðmundar, Kristján Á. Benediktsson. Þótti honum Guðmundur ófrumlegt skáld, þótt ekki stældi hann að vísu Þorstein Erlingsson, en þess álits mun hafa orðið vart. Ádeilur láti honum ekki. Sterkustu einkenni bókarinnar séu viðkvæmni og vinarþel gagnvart lítilmögnum. í þessum sundurleita ritdómi er þó athyglis- verður spádómur - sá að Guðmundur Magnússon eigi eftir að hneigjast að sögulegum skáldskap. Þótt í heild verði ekki annað sagt en Guðmundur mætti sæmilega vel una við opinberar viðtökur fyrstu bókar sinnar, þótti hins vegar fremur lítið til hennar koma í átthögum hans og þetta tók hann sér, að sögn Svöfu Þor- leifsdóttur, afar nærri. Þegar fram í sótti var Guðmundur hættur að binda vonir við Leikfélag Reykjavíkur. í bréfi til Valtýs Guðmundssonar frá sumrinu 1901 kveðst hann hafa sannreynt að kennslustörf láti sér fremur vel. Björn Jónsson rit- stjóri hafi reynst sér vel og falið sér trúnaðarstörf en sjálfur standi hann langt að baki öðrum setjurum að flýti og iðni. Setjarastarfið bindi hugann algerlega ef vel eigi að vera og sinn hugur „hemjist ekki í þeim böndum.“ Af bréfinu er ljóst að ritstjóri Eimreiðarinnar hafði þá þegar falað efni af Guðmundi í Eimreiðina, sem þá var vettvangur ritfærustu manna þjóðar- innar. Enda taldi Guðmundur doktor Valtý sýna sér mikla viðurkenningu. Þetta sama sumar sendi Guðmundur þinginu umsókn um 300 króna námsstyrk. í umsókninni bendir hann á að sakir fátæktar hafi hann farið nær algerlega á mis við unglingamenntun og örðug lífskjör fram til þessa valdið því að sér hafi reynst um megn að bæta úr því. Lýðháskólamennt eða alþýðukennarapróf, helst erlent, telur hann að mundi gera sér fært að vinna þjóð sinni gagn. Jafnframt telur hann sig þó hneigðastan til ljóðlistar, en þar standi menntunarskortur og andlegt þroskaleysi sér fyrir þrifum. Fjárstyrknum hyggst hann verja til margra hluta - tungumálanáms, náms í grundvallaratriðum heimspeki og fagurfræði, sögu og náttúrufræði og enn fleiri greina. Umsókninni fylgdu Íslandsvísur („Eg vil elska mitt land“) til- einkaðar þingmönnum ásamt nokkrum sýnishornum af þýðingum, bókin Heima og erlendis ásamt nokkrum ritdómum. Þessari umsókn hafnaði þingið. En nokkrir þingmanna tóku sig saman -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.