Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1993, Side 74

Andvari - 01.01.1993, Side 74
72 TRYGGVI GÍSLASON ANDVARI ur sagt álit sitt og einfaldur meirihluti þings EB greitt hugsanlegri aðild at- kvæði. Gera þarf sérstakan samning við hvert aðildarríki um réttindi og skyldur þess við bandalagið en nýtt ríki er bundið af öllum gildandi réttar- heimildum bandalagsins. Aðild hefur ýmsar breytingar í för með sér svo sem fjölgun í ráði EB, framkvæmdanefndinni og á þingi þess. Þjóðþing nýs aðildarríkis verður síðan að staðfesta samninginn um inngöngu í samræmi við stjórnskipunarlög hvers ríkis. Samningar um fulla aðild að EB eru til ótiltekins tíma og samningi verður ekki sagt upp nema samþykki allra ann- arra aðildarríkja liggi fyrir. Hefur því verið sagt að í reynd sé ekki unnt að segja upp Rómarsáttmálanum enda má einnig benda á að hafi ríki verið aðili að EB er mjög erfitt að segja upp samningnum af skipulagsástæðum einum. Til er tvíhliða aukaaðild að bandalaginu sem telja má að sé eins konar undanfari fullrar aðildar. Ýmis ríki hafa þegar fengið tvíhliða aukaaðild svo sem ísrael, Tyrkland, Kýpur og Malta svo og bandalög þau er Mar- okkó, Alsír og Túnis eiga með sér og bandalag Egyptalands, Jórdaníu, Líb- anons og Sýrlands. Einnig er til einhliða aukaaðild landa sem voru nýlend- ur aðildarríkja EB. Þegar Danir gerðust aðilar að EB árið 1973 var í samn- ingi tekið sérstaklega fram að samningurinn gilti ekki fyrir Færeyjar og árið 1985 sögðu Grænlendingar sig úr bandalaginu. Þá getur EB gert viðskipta- samninga við önnur ríki eða ríkjabandalög í samræmi við Rómarsáttmál- ann. Stofnanir og skipulag EB Stofnanir þær sem fara með vald í EB eru fjórar: ráð, framkvœmdastjórn, þing og dómstóll. Fara þessar stofnanir með vald og verkefni sem falin eru bandalaginu með Rómarsáttmálanum. Sérstaða þessara stofnana felst einkum í því að þeim er fengið vald sem oft fellur undir fullveldisrétt ríkja og bindur borgara allra aðildarríkjanna. „Það sem helst aðgreinir EB frá öðrum alþjóðastofnunum er það hversu langt aðildarríkin hafa gengið í því að framselja fullveldi sitt í hendur EB sjálfu. Slík völd sem alþjóðastofnanir fara eða geta farið með eru stundum nefnd yfirþjóðleg (á ensku: supra- national) [. . .] Hugtakið yfirþjóðlegt vald hefur ekki verið skilgreint til neinnar hlítar. Framsal löggjafarvalds, dómsvalds eða framkvæmdavalds til alþjóðlegrar stofnunar mun oft hafa í för með sér nauðsyn stjórnarskrár- breytinga en hugtakið er þó engan veginn einskorðað við þessi tilvik.“ (Stefán Már Stefánsson: Evrópuréttur 1991:23.)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.