Andvari - 01.01.1993, Page 74
72
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
ur sagt álit sitt og einfaldur meirihluti þings EB greitt hugsanlegri aðild at-
kvæði. Gera þarf sérstakan samning við hvert aðildarríki um réttindi og
skyldur þess við bandalagið en nýtt ríki er bundið af öllum gildandi réttar-
heimildum bandalagsins. Aðild hefur ýmsar breytingar í för með sér svo
sem fjölgun í ráði EB, framkvæmdanefndinni og á þingi þess. Þjóðþing nýs
aðildarríkis verður síðan að staðfesta samninginn um inngöngu í samræmi
við stjórnskipunarlög hvers ríkis. Samningar um fulla aðild að EB eru til
ótiltekins tíma og samningi verður ekki sagt upp nema samþykki allra ann-
arra aðildarríkja liggi fyrir. Hefur því verið sagt að í reynd sé ekki unnt að
segja upp Rómarsáttmálanum enda má einnig benda á að hafi ríki verið
aðili að EB er mjög erfitt að segja upp samningnum af skipulagsástæðum
einum.
Til er tvíhliða aukaaðild að bandalaginu sem telja má að sé eins konar
undanfari fullrar aðildar. Ýmis ríki hafa þegar fengið tvíhliða aukaaðild
svo sem ísrael, Tyrkland, Kýpur og Malta svo og bandalög þau er Mar-
okkó, Alsír og Túnis eiga með sér og bandalag Egyptalands, Jórdaníu, Líb-
anons og Sýrlands. Einnig er til einhliða aukaaðild landa sem voru nýlend-
ur aðildarríkja EB. Þegar Danir gerðust aðilar að EB árið 1973 var í samn-
ingi tekið sérstaklega fram að samningurinn gilti ekki fyrir Færeyjar og árið
1985 sögðu Grænlendingar sig úr bandalaginu. Þá getur EB gert viðskipta-
samninga við önnur ríki eða ríkjabandalög í samræmi við Rómarsáttmál-
ann.
Stofnanir og skipulag EB
Stofnanir þær sem fara með vald í EB eru fjórar: ráð, framkvœmdastjórn,
þing og dómstóll. Fara þessar stofnanir með vald og verkefni sem falin eru
bandalaginu með Rómarsáttmálanum. Sérstaða þessara stofnana felst
einkum í því að þeim er fengið vald sem oft fellur undir fullveldisrétt ríkja
og bindur borgara allra aðildarríkjanna. „Það sem helst aðgreinir EB frá
öðrum alþjóðastofnunum er það hversu langt aðildarríkin hafa gengið í því
að framselja fullveldi sitt í hendur EB sjálfu. Slík völd sem alþjóðastofnanir
fara eða geta farið með eru stundum nefnd yfirþjóðleg (á ensku: supra-
national) [. . .] Hugtakið yfirþjóðlegt vald hefur ekki verið skilgreint til
neinnar hlítar. Framsal löggjafarvalds, dómsvalds eða framkvæmdavalds til
alþjóðlegrar stofnunar mun oft hafa í för með sér nauðsyn stjórnarskrár-
breytinga en hugtakið er þó engan veginn einskorðað við þessi tilvik.“
(Stefán Már Stefánsson: Evrópuréttur 1991:23.)