Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 147

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 147
ANDVARI LEITANDI SÁLAR 145 háþróuðum stíl. Og áhrifamáttur stílsins bjó að sínu leyti í hinum auðuga orðaforða, þar sem orð sem virðast samnefni eiga margar aukamerkingar og hafa fyrir augliti lesanda á okkar tímum bráðnað saman í graut sem tor- velt er að greina sundur. í kaflanum „Líf“ reynir Gr0nbech að túlka lífshugtakið hjá mannfólki yfirleitt, en ekki einasta Germönum. Heimspekileg athugun hans er svo grundvallandi, að hann getur ekki takmarkað sig við eiginlegt efni bókar sinnar, heldur verður hann að ræða þann al-mannlega heimspekilega vanda sem er tvískiptingin milli sálar og líkama. Pað er vafalaust, að fólk í öllum samfélögum og ætíð hefur látið sér skiljast, að það er munur á einhverju sjálfu og einhverju í því sem veitir því „líf“. Spurningin um, hvar líkaminn endar og sálin tekur við - um hvað er hvað eða hvort hvort - er sýnu tor- veldari. Að nýju tekur Grpnbech sér tiltekin orð að upphafsstað og bendir á, að í þeim speglist heimurinn og partar hans. Hið erfiða viðfangsefni er að sjálfsögðu fólgið í því að þekkja (erkendelse) og túlka orðin. Hann dregur upp eins konar þróun lífs-hugtaksins og kemur um leið með það álit frá sér, að án lífs geti hlutirnir verið á tiltölulega nýlegu þrepi í þróuninni. Ekki fyrr en þá getur persónugervingur orðið og sá verulegi munur sem af leiðir milli sálarinnar og persónugervings, sem t.d. er til í fornum kveðskap norrænum. Þótt ekki sé hægt að ákvarða með nákvæmni á hvaða þrepi Norðurlandabúar stóðu, þegar þeir gengu yrkjandi inn á svið sögunnar, þá er fornnorræna menningin að minnsta kosti ekki bernsk. Bernskleika sér Grpnbech ekki sögulega speglaðan nema í tungumáli með rætur sem ná langt aftur. Hann viðurkennir, að málfræði, merkingarþróun og orðmyndun vitni um bernskt stig einhvern tíma endur fyrir löngu. Sem íhugull samtíðarmaður hristir hann höfuðið yfir þeim skorti á rökrænu sem kemur til að mynda fram í beygingarfræðinni. Þó eru einmitt í málinu mörg merki þess, að forfeður okkar germanskir hafi verið „náttúruþjóð“. Nöfn eins og „Ylfingur“ vísa til sambands við dýraríkið. Ennfremur fullyrðir Grpnbech að kenningar og aðrar skáldlegar yfirfærslur (metafórar) hafi eiginlega átt að bera í sér eitthvað af veru hlutanna. Yfirfærsla var þannig ekki aðeins snotur umritun, heldur bar hún með sér einhverja verulega hlið á því sem hún var látin lýsa. Og það verulega, það var hin fráleidda (ab- strakta) sál. Maðurinn lærði vald og taumhald á sálinni í hlutnum, þannig og síðan gat hann tjáð allt umhverfis sig í yfirfærslum. En um leið, áminnir Grpnbech okkur, þá hefur hann fyrir þá sök ekki glatað lotningunni fyrir náttúrunni og fyrirbærum hennar. Þær mörgu yfirfærslu-yrðingar, sem lifa enn og menn kalla persónugervingu (og sáltekju), hvort sem það er grjót- harka eða eldfjör, bera því vitni, að eins konar sálarlíf eignum við lífvana hlutum enn í dag. Grpnbech tókst varla til hlítar að skýra allt í því, hvað átt er við með hugtakinu að „lifa“, en eins og svo oft endranær kemur hann 10 Andvari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.