Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1993, Side 126

Andvari - 01.01.1993, Side 126
124 ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR ANDVARI Meðal þeirra má nefna Árna Eiríksson, Helga Helgason, frú Stefaníu Guð- mundsdóttur og Jens B. Waage. Ýmsir áhrifamenn á sviði menningarmála höfðu verið frumkvöðlar og hvatamenn að stofnun og starfsemi stúkunnar, meðal annars ritstjórarnir Jón Ólafsson og Valdimar Ásmundsson og síðar Einar Hjörleifsson. Á fundum og samkomum Einingarinnar gafst mönnum oft kostur á að sjá og heyra það, sem efst var á baugi í menningar- og félagslífi bæjarins. Sönglíf var einnig nátengt bindindisstarfseminni í Reykjavík sem og víða annars staðar. Guðmundur Magnússon gekk í Eininguna þegar 1898 ásamt konu sinni og var þar mikilvirkur félagi allt til dauðadags. Hann varð brátt ritari stúk- unnar, síðar kosinn æðsti templari, einnig var hann um tíma umboðsmaður stórtemplara. Guðmundur átti löngum sæti í hagnefnd, sem var eins konar dagskrárnefnd sem sá um undirbúning stúkufunda og samkomur á vegum Einingarinnar. Á stúkufundum las Guðmundur upp ljóð og sögur. Hinn 12. apríl 1900 les hann upp sögu sem virðist hafa verið frumsamin og hinn 21. júní sama ár er hann í fundargerð sagður hafa lesið ágæta sögu. Einnig flutti hann fræðsluerindi, svo sem um viðhorf Tolstojs til bindindismála og um skáldið Björnstjerne Björnson. Árið 1903 flutti Guðmundur þrjá fyrirlestra í röð um skáldin Matthías, Gröndal og Jónas Hallgrímsson. Allir þessir fyrir- lestrar glötuðust, þegar íbúð hans brann árið 1910. Guðmundur þótti áheyrilegur fyrirlesari. Sjálfum var honum yndi að því að miðla öðrum fróðleik. Hann var löngum meðal fremstu skemmtikrafta á árshátíðum og afmælum Einingarinnar. Við þau tækifæri urðu til sum þeirra ljóða hans er einna kunnust hafa orðið, svo sem „Vel er mætt til vinafunda“, „Þá hugsjónir fæðast“ og „Heyrðu yfir höfin gjalla“. Það voru líka stúkufélagar Guðmundar, sem löngum hlýddu fyrstir allra á þætti úr óprentuðum verkum hans. Af fundargerðum sést að þeim upplestrum var jafnan vel fagnað. Innan þessa félagsskapar mun Guðmundur best hafa notið samfélagsins við aðra. Þar kynntist hann ýmsum gáfu- og mennta- mönnum, svo sem Guðmundi Björnssyni landlækni. Öldruð kona, Kristjana Benediktsdóttir, er lengi starfaði á vegum Ein- ingarinnar, minnist þess er hún, þá nýgengin í stúkuna og kornung, var send á fund skáldsins að fala afmæliskvæði. Henni er einkum minnisstætt hvernig Guðmundur tók í hendi, „þétt og með dveljandi.“ Einnig augnaráð hans, er þau heilsuðust fyrst - fast en þó eins og hann horfði ekki beint á hana. Sérstætt blik eða bjarmi í augunum, tillitið eins og hann sæi mann í gegn, fannst henni. Stundum virtust augun björt, stundum nær dökk til að sjá. Fyrstu árin í höfuðstaðnum urðu Guðmundi Magnússyni örðug á marga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.