Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 42
40
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
skipulagsnefndar borgarinnar, því, að aukning verslunarrýmis væri
eins mikil og Kaupmannasamtökin vildu vera láta.50
Þegar úthlutun lóðar til Hagkaups undir verslunarmiðstöð í nýja
miðbænum kom til kasta borgarstjórnar í nóvember 1983, urðu
harðar umræður.51 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn
studdu úthlutunina, en fulltrúar vinstri flokkanna voru henni mót-
fallnir. Einn borgarfulltrúi Kvennaframboðsins sagði, að hér væri
um að ræða „hrapalleg mistök í skipulagsmálum“. Taldi hann stór-
markað ekki eiga heima inni í miðri borg vegna hinnar miklu
umferðar í kringum hann. Kaupmætti almennings væru líka takmörk
sett; það hlyti enn fremur að bitna á öldruðum og bíllausum, hyrfu
hverfaverslanir úr sögu. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins var
einnig andvígur smíði verslunarmiðstöðvar í nýja miðbænum á veg-
um Hagkaups. Borgarfulltrúi Alþýðuflokksins kvað allt of mikið
fé renna í hina nýju verslunarmiðstöð; þetta væri dæmi um offjár-
festingu. Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins vöruðu við umferðar-
öngþveiti vegna hinnar fyrirhuguðu miðstöðvar; tóku þeir undir það
með kvennaframboðskonum að hér væri um að ræða alvarleg skipu-
lagsmistök. Davíð Oddsson borgarstjóri svaraði því til, að nauð-
synlegt hefði verið að breyta skipulagi nýja miðbæjarins, því að
enginn hefði viljað notast við hið gamla skipulag. Nú þytu ný hús
upp við nýtt skipulag. Hann sagði, að kaupmenn ættu sjálfir að
ákveða, hvar þeir settu niður verslanir sínar, ekki sjálfskipaðir for-
sjáraðilar.
Eftir allt þetta þref samþykkti borgarstjórn loks að úthluta
Hagkaup stórri lóð í nýja miðbænum undir verslunarmiðstöð haust-
ið 1983. „Davíð Oddsson sýndi mikla framsýni og tók feikilega
pólitíska áhættu í þessu máli,“ segir Sigurður Gísli Pálmason.52
Var þá tekið til óspilltra mála, og sá Richard Abrams, breskur
húsameistari, sem Stanley Carter kom Pálma Jónssyni og öðrum
Hagkaupsmönnum í samband við, aðallega um hönnun hússins. Sér-
hæfði teiknistofa hans, Bernard Engle Partnership, sig í hönnun
og yfirumsjón með verslunarmiðstöðvum. Hagkaupsmenn brostu
stundum að því, hversu undarlega ísland kom honum og samstarfs-
mönnum hans fyrir sjónir; var allt miklu smærra í sniðum en þeir
áttu að venjast og íslendingar höfðingjadjarfari. Enn fremur unnu
Teiknistofan Laugavegi 96 og Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd-
sens að hönnun hússins. Pálmi Jónsson tók fyrstu skóflustunguna