Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 139

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 139
ANDVARI í LEIT AÐ EILÍFUM SANNINDUM 137 V Tilvistarvandinn í víðasta skilningi, sálarlegur og siðrænn vandi manneskj- unnar, er Gunnari afar hugstæður og birtist þetta í allri persónusköpun hans, í sögulegum skáldsögum ekki síður en öðrum. Þetta höfundarein- kenni virðist eiga sér rætur í ríkri trúarþörf skáldsins, sem sýnir sig í við- leitni hans til að greina í trúarbrögðum sameiginlegan kjarna, sem feli í sér æðsta sannleik tilverunnar. Og túlkun hans á trúarátökum 10. aldar, eins og hún birtist í Jörð og Hvítakristi, er sömuleiðis mörkuð þessari viðleitni. En hún er jafnframt í ætt við það sem Jöran Mjöberg (í riti sínu Dröm- men om Sagatiden 1. bindi) 13 nefnir „rómantískan synkretisma“, sem er í stuttu máli kenningin um að hið „besta“ í heiðninni muni hafa runnið sam- an við kristindóminn og lifað í honum upp frá því. Þetta viðhorf, sem Mjöberg segir að þýski hugsuðurinn Schelling hafi átt mikinn þátt í að móta, birtist meðal annars í verkum norrænna 19. aldar höfunda, einkum hjá þeim Grundtvig, Ling og Almquist. Hinir rómantísku höfundar 19. aldar ætluðu sér að endurvekja hinn forn- norræna anda í verkum sínum og í afstöðu þeirra til heiðinnar trúar gætir töluverðrar upphafningar eins og hjá Gunnari. Mjöberg skiptir raunar af- stöðu norrænna 19. aldar höfunda til heiðni og kristni í þrjá flokka: 1. Þeir sem upphefja hinn norræna heiðindóm. (Grundtvig og Oehlenschlager). 2. Þeir sem líta á heiðnina sem eins konar forstig kristninnar og kristnina þá ekki annað en æðra veldi heiðninnar. (Ling, Almquist). 3. Þeir sem leggja mesta áherslu á pólitíska nauðsyn trúboðsins og þess að krist- indómurinn sigraði. (Haugh)14 Hjá Gunnari Gunnarssyni má greina allt þetta að einhverju marki. í Jörð ber mest á upphafningu heiðninnar en í Hvítakristi er sigur kristindómsins bæði sýndur sem pólitísk og trúarleg nauðsyn. Þó skal hér ekkert fullyrt um áhrif einhverra þessara höfunda á sögulega skáldsagnagerð Gunnars en hinu er óhætt að halda fram að Gunnar skrifar þessar sögur í sama anda og þeir - anda hinnar rómantísku fornaldardýrkunar og einstaklingshyggju. Þeir Jöran Mjöberg og Sveinn Skorri Höskuldsson hafa báðir fullyrt að hugmyndir Gunnars um siðferði og trú á mótum kristni og heiðni sem birt- ast í sögulegum skáldsögum hans séu undir augljósum áhrifum kenninga Vilhelms Grönbechs, sem birtast í fjögurra binda verki hans, Vor folkeæt í oldtiden.15 Grönbech sér kjarna lífsins og trúarbragðanna endurspeglast í sál einstaklingsins eins og Gunnar og hjá honum fær hugtakið æra16 mjög djúplæga merkingu sem er í raun náskyld hugmyndum Gunnars um ör- lagahugtakið sem fjallað hefur verið um. En þótt viðleitni Gunnars að leita uppi sameiginlega kjarna trúar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.