Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 16
14
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
um, en bflstjórinn á fremri bílnum nam þá staðar og vatt sér að þeim
heldur ófrýnilegur og virtist ætla að láta hendur skipta. Ekki varð
það þó úr. „Ég var að vona, að hann færi í Pálma,“ sagði gamli mað-
urinn síðar. „Pað hefði verið gaman að sjá!“4 Jón var útsjónarsamur
og handlaginn og smiður góður og fékkst enn talsvert við smíðar á
efri árum sínum. Hann lést snemma árs 1946 og Solveig, kona hans,
nokkrum mánuðum síðar; þá var Pálmi, sonarsonur þeirra, 23 ára.
Mikil ætt eríkomin af foreldrum Jóns á Nautabúi, þeim Pétri
Pálmasyni í Valadal og Jórunni Hannesdóttur, og er hún kennd við
Valadal. Meðal sona þeirra hjóna voru Pálmi Pétursson, kaupmaður
á Sauðárkróki, og Hannes bóndi Pétursson á Skíðastöðum, en sonur
hans var Pálmi Hannesson, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Ann-
ar sonur Hannesar bónda Péturssonar var Pétur, faðir Hannesar Pét-
urssonar skálds^, og eru þeir Pálmi í Hagkaup og Hannes skáld því
fjórmenningar. Pétur Pálmason í Valadal var laginn bóndi, atorku-
samur og hagsýnn og starfaði óskiptur að búi sínu. Hann sinnti lítt
félagsmálum, en fylgdist vel með. Hann var skapríkur maður og þó
óhlutsamur, talinn nokkuð ölkær á yngri árum, hestamaður mikill.
Hann var meðalmaður á hæð, en þrekinn og beinasver, heldur fríður
í andliti, dökkhærður og jarpskeggjaður, með gráblá augu og snarleg.
Hann var nafnkunnur fyrir hreysti sakir og afls.5 Kona Péturs, Jór-
unn Hannesdóttir, var dóttir Hannesar Ásmundssonar, sem fæddist
árið 1798 á Ytri-Kotum í Norðurárdal og lést árið 1867. Hannes
bóndi var sagður séður fjáraflamaður og natinn búmaður. Hann var
kvæntur Ingibjörgu Hrólfsdóttur, dóttur Hrólfs bónda Þorsteinsson-
ar hins sterka, er Jón Pétursson rakti ættir sínar til hreykinn í bragði,
og konu hans, Sigríðar Símonardóttur.6 Jórunnar Hannesdóttur er
minnst fyrir það, að hún keypti orgel á bæinn og kenndi börnum sín-
um á það.
Föðurmóðir Pálma var Solveig Eggertsdóttir. Faðir hennar, Egg-
ert, var sonur Jóns Sveinssonar, prests á Mælifelli, en hann var sonur
Sveins læknis Pálssonar. Sveinn var tengdasonur Skúla fógeta Magn-
ússonar, og hafði Solveig stundum á orði, að sonarsonur sinn, Pálmi,
ætti eftir að feta í fótspor Skúla fógeta, forföður síns. Jón prestur
Sveinsson á Mælifelli var talinn vel gefinn maður, söngmaður og
skáldmæltur.7 Kona hans var Hólmfríður Jónsdóttir, dóttir Jóns
prests Þorsteinssonar í Reykjahlíð. Eru margir nafnkunnir íslending-
ar af Reykjahlíðarætt, til dæmis Geir Hallgrímsson forsætisráðherra