Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1993, Side 81

Andvari - 01.01.1993, Side 81
andvari EVRÓPUBANDALAGIÐ 79 að það byggi á, stefnu frjálshyggjunnar eða líberalismans, sem skoski hag- fræðingurinn Adam Smith [1723-1790] lagði grunninn að með riti sínu Auð- legð þjóðanna, Wealth of Nations, 1776. Bandalagið vinnur á ýmsum svið- um gegn frjálsri samkeppni og frjálsri verðmyndun innan vébanda sinna með styrkjakerfi sem jafna á aðstöðumun landa og landsvæða. Má þar nefna að á meðan frjósamt ræktað land í Danmörku er lagt niður eru háir styrkir greiddir til bænda í Portúgal og á Ítalíu. Minnir þetta meira á áætl- unarbúskap sósíalista eða jafnvel hugmyndir kaupauðgisstefnunnar. Enda þótt EB ráði nú yfir mun meiri hluta framleiðslu og viðskipta heimsins en íbúafjöldi aðildarlandanna segir til um er bandalagið engu að síður háð viðskiptum við ríki utan þess og bundið samstarfi og viðskiptum við ríkjabandalög, sem þegar eru orðin mjög öflug. Má þar nefna NAFTA, fríverslunarbandalag Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó, og bandalag ríkja sem áður voru tengd Sovétríkjunum. Örar breytingar í efnahagsþróun, við- skiptum og dreifingu vinnuafls eiga sér nú stað víðs vegar um heiminn. Geta þessar breytingar haft víðtæk áhrif á þróun innan EB og er því spáð að innan fárra ára verði aðildarríki EB aftur háð vinnuafli frá ríkjum utan bandalagsins, m.a. vegna þess að fólksfjölgun er lítil í löndum bandalagsins. Kaupauðgisstefnan og frjálshyggjan Kaupauðgisstefnan, merkantílisminn, kom fram í lok miðalda og var ríkj- andi í efnahagsmálum vesturlanda fram um 1800. Stefnan efldist í skjóli erfðaeinveldisins sem tók við af lénsskipulaginu sem ríkt hafði allt frá lok- um fornaldar. Flestar þjóðir í Evrópu bjuggu við erfðaeinveldi frá því um 1600 fram um miðja 19. öld en á þeim tíma mótaðist þjóðríkið sem stjórnar- farseining en áður hafði víðast í Evrópu verið héraðastjórn af ýmsu tagi. Meginmarkmið með kaupauðgisstefnunni var að afla fjár fyrir ríkið eða konunginn til þess að standa undir rekstri sem áður hafði verið á höndum lénsaðalsins. Mikil áhersla var lögð á hagstæðan viðskiptajöfnuð en auður hvers þjóðríkis var talinn ráðast af gull- og silfurforða þess og öðrum ruálmum úr jörðu. Var námagröftur því efldur svo og utanríkisverslun og Var talið mikilsvert að flytja sem mest út en kaupa sem minnst inn. Höf- nðáhersla var lögð á að fullvinna alla vöru heimafyrir og afla hráefna er- lendis. Hinar auðugu þjóðir vesturlanda lögðu því undir sig ríki víðs vegar nrn heiminn, einkum í Afríku og Asíu, og stofnuðu þar nýlendur og fluttu þaðan hráefni af ýmsu tagi. Þá var það ófrávíkjanleg regla að kaupmenn hvers lands fengu einkarétt eða einokun á verslun og siglingum. Á tímum kaupauðgisstefnunnar efldist og jókst miðstýring mjög. Lögð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.