Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 146

Andvari - 01.01.1993, Page 146
144 P. M. MITCHELL ANDVARI mannlífsins og um tengsl manna á milli (fyrst og fremst samband ættingja) í germanskri fornöld. „Endurreynslu er krafizt“ ritar Grönbech á bls. 8; og hann reynir að reka lesandann til þess að endurreyna, endurlifa fornnorrænu veröldina með sér með því að setja sig í heila röð af afstöðum gagnvart þeim heimi, eins og hann er okkur áhendur í goðafræði og skáldskap. Að upphafi vill Gr0n- bech fá lesandann til að líta efnisheiminn með öðrum augum og - í þeim mæli sem verða mætti - eins og hann lifði sjálfur á söguöld. í þeim mikil- væga inngangskafla sem heitir „Heimurinn" leiðir hann síðan fram skilning á tilverunni á þessum tíma, á grunni orðaforðans og sérstaklega topoi - fastra orðasambanda - í varðveittum norrænum og fornenskum bókmennt- um. Hann leggur á það áherzlu, að sá orðaforði, sem var, hljóti að hafa átt sér sérstakar ástæður til þess að vera eins og hann var. Úr því til að mynda að til er gnótt af orðum í fornensku um „hafið“, þá er ekki rétt að skýra slíkt sem falska auðlegð af heitum, skáldyrðum - og ekki heldur að líta á þau blátt áfram sem samnefni. Það hlýtur að eiga sína merkingu og þýð- ingu að til voru svona mörg orð um sjóinn, segir Grpnbech. í þessu tilviki er ekki erfitt að gera sér um það leiðsögukenningar, þegar um eyþjóð er að ræða, sem átti tilveru sína undir duttlungum hafsins og umgengnin við það var daglegt líf. „Þessi auðlegð er eitt margra vitna um það, að í gamla daga áttu menn skýr og nákvæm hugtök um heiminn og hlutina í honum og gátu ekki talað nema í orðum sem höfðu skarpar merkingar“ (bls. 21). Ályktun Grpnbechs verður að teljast mjög á annan veg en afstaða manna var yfir- leitt til svonefndra „náttúruþjóða“, frumstæðra þjóða og heimshugmyndar þeirra og tungumála í þá daga, þegar hann var að skrifa Þjóðstofn vorn. I athugasemd nefnir Gr0nbech að hann hafi fengizt við lýsingu fáeinna náttúruþjóða, og því hafi aðferðin í Þjóðstofn vor ekki orðið til sem leið til lausnar á því vandamáli út af fyrir sig. í sömu athugagrein leynast reyndar ein mjög mikilsverð ummæli Gr0nbechs, um tilganginn með verkinu sjálfu: að rita sálarsögu einnar menningar, eins menningarheims. Leið Gr0nbechs að „sálinni“ liggur augljóslega fyrst og fremst um orðaforðann og ritmálið - ekki um þjóðfræðina (etnologien) eða mannfræðina (antropologien), og ekki var aðferðin heldur sú að athuga lán frá einu menningarsvæði eða tungumáli til annars. Grpnbech leggur á það áherzlu, að mest verðu bókmenntavitnin - og er þá fyrst og fremst að hugsa um Eddukvæði og Bjólfskviðu - eru hvorki ein- föld né barnaleg, og ekki heldur frumgermönsk. Þessi vitni eru sprottin hvort af sínum þrepstalli menningar, sem var að þróast í ýmsar áttir. í báð- um er margt sem gerir okkur fært að draga ályktanir um frumgermanska menningu, en í sjálfum sér eru þau að áliti Grpnbechs (eins og síðari rann- sóknir hafa staðfest) raddir miklu síðari tíma, þegar allt var komið undir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.