Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 170
168
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
ANDVARI
reiður á nokkrum stefjum úr bindunum tveimur - og kannski einkum að
láta reyna á þolrif þeirra þar sem það á við. Ég kann svo skapi Þórarins,
eftir lestur verka hans, að honum hefðu þótt slík skipti á hugsunum nokk-
urs verð.
2. Sjálfsagðir hlutir?
í fyrra bindi Róta og vœngja er sem áður segir kafli með skólasetningar- og
skólaslitaræðum Þórarins Björnssonar frá skólameistaraárum hans; og ná
yfir nær tuttugu ára tímabil, frá 1948 til 1967. Mjög fer óleynt að Þórarinn
hefur lagt metnað í þessar ræður; þær eru hnitmiðaðar og andgæfar. Hver
um sig flytur boðskap sem skiljanlegt er að hafi greypst í huga þeirra er á
hlýddu. Sú er líka raunin. Hins vegar fer jafnóleynt, þegar ræðurnar eru
lesnar hver af annarri, að efni þeirra kemur mjög í einn stað niður.
í haustræðunum verður Þórarni tíðrætt um fjárráð nemenda. Gangi þeir
„sæmilega fjáðir undan sumrinu“ (1,174) óttast hann að „gott peningasum-
ar“ boði „lélegan skólavetur" (I, 220) með viðeigandi kaffihúsasetum og
kvöldslarki - um það miðnæturbil sem er „siðferðilega hættulegasti tími
dagsins“ (1,199). Næturgöltrið og sókn í skemmtanir utan skólans eru vitn-
isburður um „lélega skólaþegna“ (I, 144) og meira en það: vísbending um
þá vaxandi siðferðilegu slekju sem meistara stendur rótgróinn beygur af. I
vorræðunum blandast svo saman hinn eðlilegi léttir skólaloka og söknuð-
urinn að sjá nú endanlega á bak föngulegum hópi nemenda sem léð hafa
skólanum líf. Útskriftarnemar fá ýmist þá einkunn að hafa ekki verið nógu
„brekkusæknir“, harðvítugir við sjálfa sig og árvakrir (I, 224; 233), eða þá
þvert á móti að „linkan, eftirlætið við sjálfan sig, sem sennilega er versta
átumein hinnar myndarlegu íslensku æsku“, hafi lítt dafnað í þeirra sveit (I,
179). Síðan fylgja einatt varnaðarorð um hið akademíska frelsi háskólaár-
anna sem við taki; nemendur þurfi þá að gæta þess að verða ekki að gjalti
fyrir nýjungunum eða láta villast af losi því og rótleysi sem frjálsræðið
bjóði upp á (1,136; 160): „Agi, hæfilegur agi, er nauðsynlegur, agi, sem tem-
ur án þess að kúga, sem beinir orkunni braut án þess að stöðva hana“ (I,
184).
Ahersla Þórarins á agann, og einkum sjálfsagann, er að hans dómi einkar
tímabær nú: á dögum menningarlegra umskipta, frá sveitabúskap til borg-
arlífs, og þess siðrofs sem auðveldlega getur fylgt í kjölfarið. Þórarinn
greinir merki þess í „kæruleysislegum yfirborðsbrag“ unglingahópsins sem
hann mætir á götu (I, 214) og þeim „losarabrag og óregluhneigð“ sem sí-