Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 170

Andvari - 01.01.1993, Page 170
168 KRISTJÁN KRISTJÁNSSON ANDVARI reiður á nokkrum stefjum úr bindunum tveimur - og kannski einkum að láta reyna á þolrif þeirra þar sem það á við. Ég kann svo skapi Þórarins, eftir lestur verka hans, að honum hefðu þótt slík skipti á hugsunum nokk- urs verð. 2. Sjálfsagðir hlutir? í fyrra bindi Róta og vœngja er sem áður segir kafli með skólasetningar- og skólaslitaræðum Þórarins Björnssonar frá skólameistaraárum hans; og ná yfir nær tuttugu ára tímabil, frá 1948 til 1967. Mjög fer óleynt að Þórarinn hefur lagt metnað í þessar ræður; þær eru hnitmiðaðar og andgæfar. Hver um sig flytur boðskap sem skiljanlegt er að hafi greypst í huga þeirra er á hlýddu. Sú er líka raunin. Hins vegar fer jafnóleynt, þegar ræðurnar eru lesnar hver af annarri, að efni þeirra kemur mjög í einn stað niður. í haustræðunum verður Þórarni tíðrætt um fjárráð nemenda. Gangi þeir „sæmilega fjáðir undan sumrinu“ (1,174) óttast hann að „gott peningasum- ar“ boði „lélegan skólavetur" (I, 220) með viðeigandi kaffihúsasetum og kvöldslarki - um það miðnæturbil sem er „siðferðilega hættulegasti tími dagsins“ (1,199). Næturgöltrið og sókn í skemmtanir utan skólans eru vitn- isburður um „lélega skólaþegna“ (I, 144) og meira en það: vísbending um þá vaxandi siðferðilegu slekju sem meistara stendur rótgróinn beygur af. I vorræðunum blandast svo saman hinn eðlilegi léttir skólaloka og söknuð- urinn að sjá nú endanlega á bak föngulegum hópi nemenda sem léð hafa skólanum líf. Útskriftarnemar fá ýmist þá einkunn að hafa ekki verið nógu „brekkusæknir“, harðvítugir við sjálfa sig og árvakrir (I, 224; 233), eða þá þvert á móti að „linkan, eftirlætið við sjálfan sig, sem sennilega er versta átumein hinnar myndarlegu íslensku æsku“, hafi lítt dafnað í þeirra sveit (I, 179). Síðan fylgja einatt varnaðarorð um hið akademíska frelsi háskólaár- anna sem við taki; nemendur þurfi þá að gæta þess að verða ekki að gjalti fyrir nýjungunum eða láta villast af losi því og rótleysi sem frjálsræðið bjóði upp á (1,136; 160): „Agi, hæfilegur agi, er nauðsynlegur, agi, sem tem- ur án þess að kúga, sem beinir orkunni braut án þess að stöðva hana“ (I, 184). Ahersla Þórarins á agann, og einkum sjálfsagann, er að hans dómi einkar tímabær nú: á dögum menningarlegra umskipta, frá sveitabúskap til borg- arlífs, og þess siðrofs sem auðveldlega getur fylgt í kjölfarið. Þórarinn greinir merki þess í „kæruleysislegum yfirborðsbrag“ unglingahópsins sem hann mætir á götu (I, 214) og þeim „losarabrag og óregluhneigð“ sem sí-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.