Andvari - 01.01.1993, Side 143
ANDVARI
LEITANDI SÁLAR
141
staðið alveg kyrrt. Úr því að samtíðin sjálf reyndi aldrei að skýra drættina í
þessari mynd, hefði hver tilraun til slíks hlotið að verða afstæð - og það
ekki síður þótt hún hefði verið gerð á 12. eða 13. öld.
Eiginlega segir Grónbech ekki heldur „þannig hefur það verið“, heldur
„þannig gæti það hafa verið“: hér eru að minnsta kosti frumpartarnir sem
heimurinn var settur saman úr. Það er ekki hægt að ákveða með vissu né
nákvæmni á hvern hátt partarnir falla saman til þess að verða að heild, sem
hægt sé að skynja að hljóti að hafa verið til. Sú eining, sem verður til hjá
lesandanum þegar hann gerir hugsunarhátt Grpnbechs samlífan sjálfum
sér, er verjandi sem áfangi á leið til sannleikans. Og hver heldur því fram
að menningarsögufræðingur geti túlkað án þess að leggja meiri áherzlu á
eitt en á annað, eða án þess að hefja einhver viss atriði til vegs, af því að
þau koma honum verulegri fyrir sjónir en sum önnur, eða án þess að láta
tilhneigingu og skynjanir aldar sinnar ráða nokkru um framsetningu sína?
Án túlkunar sést skógurinn ekki fyrir trjánum. Án glöggskyggns leiðsögu-
manns förum við á miðja leið í þoku, sveipuð svo mörgum vitnum að við
neyðumst til að velja milli óskapnaðar og smámunatalningar . . . og það
hefur vissulega ekki verið lítið um þoku-mál bæði og smámunatínslu í forn-
um norrænum fræðum, hvort heldur áður en eða eftir að Þjóðstofn vor
birtist, og það þótt ekki vanti að allt það tal hafi verið hugsað af alvöru. En
fortíðin tekur breytingum, þ.e.a.s. - í orlofi að mæla - skilningur okkar á
henni; en úr því að fortíðin er ekki til nema í skilningi okkar, þá má segja,
að það sé hún sjálf sem breytist. Flestir fyrri tíðar lærdómslegir skilnings-
hættir á fortíðinni þykja okkur nú annaðhvort rangir eða að þeir missi
marks, en skilningshættir okkar sjálfra teljast vera þeir réttu. Hvorir
tveggja bera þó mót viðhorfs til einhvers handan efnisins, báðir eru að
nokkru Ieyti trúaratriði.
II
Grpnbech styðst blátt áfram við það efni, sem varðveitt er, bókmenntirnar,
orðið, hið ritaða orð; það sem hann gerir er tilraun til að komast svo nærri
fortíðinni sem fært er. Það eina sem gæti haggað smíð hans væru nýjar
heimildir og þær ályktanir nýjar, sem af þeim gæti leitt. Grpnbech beitir
ekki heimildum á venjulegan hátt, og hann er ekki heldur alltaf að halda
athygli lesanda síns að heimildunum. Það er hægt að kalla aðferð hans hug-
læga. Hann brýtur sér þó leið inn í eitthvað verulegt og mikilvægt, sem vera
má að sé sjálf miðja viðfangsefnisins, en á aðra hönd er svonefnd söguleg
hlutlægni, sem reisir sitt á röð athugana sem eru líka huglægar, og á túlkun-
um sem eru það ekki síður. Samlagning af röð huglægra athugana verður í