Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 37

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 37
ANDVARI PÁLMI JÓNSSON 35 brugðist nógu skjótt við vandræðum og að ný tækifæri voru stundum ekki gripin. Nú fór vörutalning fram tvisvar á ári, og tók hún ekki nema einn dag í hvort skipti, vegna þess að Carter hafði komið upp handhægu talnakerfi. Eftir þetta var rekstrarbókhald líka gert upp mánaðarlega. Enn fremur taldi Carter, að Hagkaup þyrfti að endur- bæta verslanir sínar, hækka aðeins á þeim risið. Til dæmis lét hann raða vörum í hillur, en áður höfðu þær verið geymdar í hrúgum á borðum eða á brettum. Þjónusta við viðskiptavini batnaði, og tekið var að leggja áherslu á víðtækara og betra úrval af vörum. íslenskur smásölumarkaður hafði verið svo vanþróaður, að venjulegir við- skiptavinir höfðu ekki haft nein ráð til þess að láta í ljós þarfir sínar; þeir höfðu satt að segja ekki uppgötvað allar þarfir sínar sjálfir. Til dæmis þekktist vart ferskur hvítlaukur í íslenskum verslunum, og mikil höft voru á sölu ávaxta og grænmetis. Carter kenndi Hag- kaupsmönnum að rata hinn gullna meðalveg á milli of mikils og of lítils vöruúrvals. Ekki gat hjá því farið, að Stanley Carter furðaði sig á ýmsum höft- um í verslunarrekstri á íslandi. Útsölur voru til dæmis ekki leyfilegar nema á tilteknum tímabilum ár hvert; strangar reglur giltu um opn- unartíma búða til mikils óhagræðis fyrir kaupendur; og margvísleg vara laut hér hálfgerðri eða algerðri einokun, til dæmis áfengi, tóbak, gleraugu, lyf og bækur, svo að ekki sé aftur minnst á grænmeti og ávexti. Um þetta skröfuðu þeir Pálmi saman margan liðlangan dag- inn og oftast langt fram á kvöld. Carter hafði þann sið að fá sér hanastél, kokkteil, um sexleytið, að loknu dagsverki, skoskt viskí og sætan Martini, blandað til helminga. Hann var vanur miðinum, en oft sveif á félaga hans af þessari sterku blöndu. Carter hafði hins vegar ekki eins mikinn áhuga á stjórnmálum og Pálmi, og fyrir kom, þegar Pálmi hafði nýlokið einhverri langri ræðu um íslensk og ensk stjórnmál, að augnalok Carters sigju aðeins, þótt hann segði á óað- finnanlegri ensku sinni: „Oh, how interesting!“ Eftir dvöl sína á íslandi árið 1976 heimsótti Stanley Carter Hag- kaup oft, að minnsta kosti einu sinni á ári, til þess að hafa auga með rekstrinum og gefa áfram góð ráð. Var hann sannkallaður búðaskelf- ir; allir flýttu sér að taka til hjá sér, þegar þeir fréttu, að von væri á honum til íslands; í verslununum gekk hann hratt um gólf eins og strangasti yfirlæknir að ganga stofugang og hafði þá Pálma, Sigurð Gísla og aðra framkvæmdastjóra Hagkaups í humátt á eftir sér; fór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.