Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 103
andvari
101
UM GRÍM THOMSEN OG RAUNSÆIÐ
Sainte-Beuve var fremur tortrygginn gagnvart kenningum og kerfis-
bundnum rannsóknum, en umburðarlyndur og mannlegur gagnvart heiðar-
legri sannfæringu og persónulegri trú. Þeir eiginleikar féllu í góðan jarðveg
hjá Grími. Hann lætur í ljós, að meðan Sainte-Beuves njóti við, muni óhætt
að treysta gagnrýni í Revue des deux mondes, en slíkt kunni þó að breytast
síðar, en ekki gerir hann frekari grein fyrir þeirri áhyggju sinni eða af
hverju hún stafar.
Um bókmenntastefnu sína hefur Grímur sagt, að hann vildi ekki kalla
sig rómantískan í gömlum skilningi, fremur síðrómantískan og miðar þá við
bókmenntastefnu eftir 1830, eða tíma Sainte-Beuves. Á dönsku máli er
munurinn á þessum tveimur bókmenntastefnum táknaður með orðunum
Romantik og Romantisme. -
Hyppolite Taine (1828-93) var helsti kenningasmiður raunsæisstefnunn-
ar. Hann var lærisveinn Sainte-Beuves, en langtum meiri heimspekingur og
kerfissmiður en lærimeistarinn. Markmið Taines var að finna grundvallar-
skipan og yfirsýn um allar rannsóknir í bókmenntum og sálfræði.
Hyppolite Taine var átta árum yngri en Grímur Thomsen, svo ekki getur
hann haft neitt beinlínis úr kenningasmiðju hans í háskólaritgerðum sínum,
en ekkert mælir gegn því að Grímur hafi kynnst aðferðafræði hans síðar á
sevi, þó að Benedikt Gröndal geri reyndar lítið úr áhuga Gríms á fögrum
listum og segist halda að hann hafi lítt hirt um „Æsthetik“ eftir að hann rit-
aði um nýfranska skáldskapinn og Byron lávarð. Sem bendingu um hið
gagnstæða má nefna að hann var áskrifandi að Revue des deux mondes, að
minnsta kosti á efri árum heima á íslandi ásamt Bergi Thorberg landshöfð-
ingja og fleirum, sem sjá má af bréfi Gríms til Elinborgar Pétursdóttur
biskups, ekkju landshöfðingjans. Thora Friðriksson segir líka að nokkrir
hérlendir menn hafi sameiginlega keypt tímaritið.
★
I ævisögu sinni, Séð og lifað, getur Indriði Einarsson Gríms Thomsens all-
víða. Indriði var einn þeirra sem lentu upp á kant við Grím Thomsen hér á
Islandi eins og hann sjálfur segir, og í Ijósi þeirrar viðurkenningar Indriða
verður að líta á mat hans á störfum Gríms að opinberum málum, en fyrir
flest þeirra fær hann lítið lof hjá Indriða. Hann viðurkennir þó með nokkr-
um semingi stuðning Gríms við strandferðir umhverfis ísland, þar sem
hann hafi verið genginn af trúnni á hugsjón vinar síns, Bjarna Thorar-
ensens, um Fjallvegafélagið.
Indriði viðurkennir hálfvegis að Grímur hafi stuðlað að því að landssjóð-
ur keypti bóka- og handritasafn Jóns Sigurðssonar og létti honum þannig
skuldabyrði síðasta æviárið.
Um þetta farast Indriða svo orð:
„1877 var Jón Sigurðsson farinn að tapa sér og sat jafnan hljóður. Munur