Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 32

Andvari - 01.01.1993, Page 32
30 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI þeim þá. Gleyptu okurlánararnir við þeim, þótt það kæmi þeim nokkuð á óvart, að Hagkaup væri svo fjárþurfi. Nam upphæðin, sem skálkarnir tveir fengu fyrir víxlana, samtals 1,2 milljónum króna. Þegar leið að afsagnardegi fyrsta víxilsins, hafði eigandi hans sam- band við Pálma og spurði, hvort víxillinn yrði ekki greiddur upp. Pálmi kannaðist ekki við neitt, sagðist hvorki hafa falast eftir láni né selt honum neinn víxil. Þegar hinir þrír okurlánararnir höfðu sam- band við Pálma, fór hann að gruna sitt af hverju, heimsótti alla fjóra handhafa víxlanna og leiddi í ljós, að víxlarnir væru sviknir. Pálmi sagði þeim, að ekki væri um annað að ræða en leita til lögreglunnar. Runnu þá tvær grímur á víxlarana. Þeir báðu um umhugsunarfrest, og tókst þeim að ná í skálkana tvo, sem höfðu selt þeim víxlana. Ungu mennirnir tveir voru hinir bröttustu og kváðust ekkert þurfa við okurlánarana að tala. Þeir sögðust myndu vinna eið að því, yrði þetta lögreglumál, að þeir hefðu aðeins fengið greiddan út þriðjung þeirrar upphæðar, sem á víxlunum væri, en það stríddi auðvitað gegn lögum um okur. Urðu okurlánararnir að sitja eftir með sárt ennið, en ungu mennirnir tveir afhentu Pálma stimplana tvo á gamlárskvöld 1967, um það leyti sem fjölskyldan ætlaði að setjast að snæðingi í As- enda 1, og húðskammaði Pálmi þá fyrir þetta mál.37 Pálmi lét engan bilbug á sér finna, þótt hin miklu erfiðleikaár 1967-1969 bitnuðu mjög á honum og rekstur Hagkaups þyngdist þá talsvert, enda féll gengið tvisvar á þessu tímabili, svo að innfluttar vörur hækkuðu í verði. Hugði hann á frekari framkvæmdir, eins og hann hafði boðað árið 1967. Árið 1967 stofnaði Pálmi sokkaverk- smiðjuna Gleymmérei á Sauðárkróki, og sá hinn gamli samstarfs- maður hans, Reynir Þorgrímsson, um reksturinn. Fyrirtækið fram- leiddi um skeið ágætar og vinsælar sokkabuxur, en eftir nokkur ár hætti það starfsemi sinni, en þá höfðu leiðir þeirra Pálma og Reynis skilið. Pálmi hafði raunar nokkur fleiri járn í eldinum þessi ár. Árið 1971 stofnaði hann til dæmis Loðskinn hf. á Sauðárkróki ásamt mági sínum, Ásberg Sigurðssyni, Eyjólfi Konráði Jónssyni alþingismanni og fleirum. í upphafi átti Pálmi þorra hlutafjár, en eftir að fyrirtækið fór að ganga vel, seldi hann mági sínum mestallan hlut sinn, en Eyj- ólfi Konráði afganginn. Hann hafði áhuga á framfaramálum í land- búnaði, en missti áhugann, þegar hann vissi, að slík mál væru kom- in í höfn. Einnig rak Pálmi minkabú á Skeggjastöðum árin 1973 og 1974, en þá var það flutt norður og sameinað Loðskinni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.