Andvari - 01.01.1993, Qupperneq 32
30
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
þeim þá. Gleyptu okurlánararnir við þeim, þótt það kæmi þeim
nokkuð á óvart, að Hagkaup væri svo fjárþurfi. Nam upphæðin, sem
skálkarnir tveir fengu fyrir víxlana, samtals 1,2 milljónum króna.
Þegar leið að afsagnardegi fyrsta víxilsins, hafði eigandi hans sam-
band við Pálma og spurði, hvort víxillinn yrði ekki greiddur upp.
Pálmi kannaðist ekki við neitt, sagðist hvorki hafa falast eftir láni né
selt honum neinn víxil. Þegar hinir þrír okurlánararnir höfðu sam-
band við Pálma, fór hann að gruna sitt af hverju, heimsótti alla fjóra
handhafa víxlanna og leiddi í ljós, að víxlarnir væru sviknir. Pálmi
sagði þeim, að ekki væri um annað að ræða en leita til lögreglunnar.
Runnu þá tvær grímur á víxlarana. Þeir báðu um umhugsunarfrest,
og tókst þeim að ná í skálkana tvo, sem höfðu selt þeim víxlana.
Ungu mennirnir tveir voru hinir bröttustu og kváðust ekkert þurfa
við okurlánarana að tala. Þeir sögðust myndu vinna eið að því, yrði
þetta lögreglumál, að þeir hefðu aðeins fengið greiddan út þriðjung
þeirrar upphæðar, sem á víxlunum væri, en það stríddi auðvitað gegn
lögum um okur. Urðu okurlánararnir að sitja eftir með sárt ennið, en
ungu mennirnir tveir afhentu Pálma stimplana tvo á gamlárskvöld
1967, um það leyti sem fjölskyldan ætlaði að setjast að snæðingi í As-
enda 1, og húðskammaði Pálmi þá fyrir þetta mál.37
Pálmi lét engan bilbug á sér finna, þótt hin miklu erfiðleikaár
1967-1969 bitnuðu mjög á honum og rekstur Hagkaups þyngdist þá
talsvert, enda féll gengið tvisvar á þessu tímabili, svo að innfluttar
vörur hækkuðu í verði. Hugði hann á frekari framkvæmdir, eins og
hann hafði boðað árið 1967. Árið 1967 stofnaði Pálmi sokkaverk-
smiðjuna Gleymmérei á Sauðárkróki, og sá hinn gamli samstarfs-
maður hans, Reynir Þorgrímsson, um reksturinn. Fyrirtækið fram-
leiddi um skeið ágætar og vinsælar sokkabuxur, en eftir nokkur ár
hætti það starfsemi sinni, en þá höfðu leiðir þeirra Pálma og Reynis
skilið. Pálmi hafði raunar nokkur fleiri járn í eldinum þessi ár. Árið
1971 stofnaði hann til dæmis Loðskinn hf. á Sauðárkróki ásamt mági
sínum, Ásberg Sigurðssyni, Eyjólfi Konráði Jónssyni alþingismanni
og fleirum. í upphafi átti Pálmi þorra hlutafjár, en eftir að fyrirtækið
fór að ganga vel, seldi hann mági sínum mestallan hlut sinn, en Eyj-
ólfi Konráði afganginn. Hann hafði áhuga á framfaramálum í land-
búnaði, en missti áhugann, þegar hann vissi, að slík mál væru kom-
in í höfn. Einnig rak Pálmi minkabú á Skeggjastöðum árin
1973 og 1974, en þá var það flutt norður og sameinað Loðskinni