Andvari - 01.01.1993, Side 118
116
ÚLFAR BRAGASON
ANDVARI
seinustu lög, þó hann væri engu ófúsari til vesturferðar en nokkur hinna. Honum hef-
ir lengi verið það atvik minnistætt, að þegar menn höfðu allir kvaðzt og seinasti bát-
urinn ýtti frá gufuskipinu, hóf einhver af róðrarmönnunum að syngja „Eldgamla ísa-
fold“, og svo var tekið undir á fleiri bátum, lengra og skemmra frá. Hvort sem þetta
var tilviljun eða tilætlun, var þetta þó seinasta kveðja fósturjarðarinnar til vesturfar-
anna, því eftir það heyrðu þeir né sáu ekki neitt af Islandi framar [IV: 175].
Nú er ekki lengur sunginn breski þjóðsöngurinn heldur minnast íslending-
ar gamla landsins í söng, enda einkennist ræðan af nokkurri óánægju með
hlutskiptið og gagnrýni á viðhorf vesturfaranna til íslands sem þeir minnist
oft á „eins og einhvern hreppslim eða horgemling [IV: 176]“. Telur ræðu-
maður íslandi og íslendingum margt til kosta og fagnar að menn séu hættir
að flytja vestur að mun. Sjálfur segist hann aðeins hafa „ætlað að bregða
sér út snöggvast, sækja sólskinið og koma svo aftur heim“ - þótt það verði
aldrei.
í Drögum til ævisögu er þriðja útgáfan af lýsingunni á brottförinni frá ís-
landi:
Um nótt í þoku, sem náttsólin skein gegnum, lögðum við út af Akureyri. Nokkrir
kunningjar mínir ungir fylgdu mér á bát, sem þeir réðu. . . Sungu eitthvað, um leið og
þeir ýttu frá, en einhverjir farþegar á þiljum svöruðu á sama hátt. Alla nóttina og
næsta dag vakti ég á þiljum uppi og leit til lands, en aldrei rauf þokuna, fyrr en að
kveldi þriðja dags að blámaði fyrir öllu, sem þá var eftir af íslandi, tveimur eða þrem-
ur þúfum, sem hurfu hver af annarri [IV: 95].
Minnstu máli skiptir að brottförin frá íslandi, sem Stephan taldi sér minnis-
stæða, hefur breyst í meðförum hans heldur hvernig hún hefur breyst hvort
sem það er af ásetningi eða ekki. í æviágripinu er ekki dvalið við hana, rétt
eins og hún skipti ekki lengur miklu máli. Eftirvæntingin við brottförina er
engin og blámi fjarlægðarinnar yfir gamla landinu. Athyglisvert er að í
þeirri frásögn er þess ekki getið hvað sungið var. Það breytir að því er virð-
ist engu hvort það var Bretadrottningu til heilla eða fyrir minni fjallkon-
unnar. Höfundurinn er orðinn fullsáttur við hlutskipti sitt.
IV
Svo bundinn var Stephan G. þó gamla landinu og menningu þess að hann
orti og skrifaði alla tíð á íslensku (sbr. Wong 151-52). Enda taldi hann í ævi-
ágripinu að hann hefði verið næsta fullmótaður þegar ungur heima á ís-
landi:
Enginn einstakur varð mér hetja né fyrirmynd. Slíkt var eðlilegt. Ég ólst upp af-
skekkt, I fámenni foreldra minna aðeins og einnar systur miklu yngri, þó margan gest
sæi ég koma um stund. Hefi orðið einrænn og það „sem verða vildi“ úr sjálfum mér,