Andvari - 01.01.1993, Page 45
ANDVARI
PÁLMI JÓNSSON
43
sár“ sín. Aðsókn að hinni nýju verslunarmiðstöð fór þegar fram úr
björtustu vonum; Kringlan „sló í gegn“; fólk flykktist þangað af öll-
um landshornum til þess að ganga um í fallegu, björtu umhverfi,
undir suðrænum pálmum, til þess að drekka kaffi, skoða í búðar-
glugga, handfjatla vörur, lesa á verðmiða og síðast, en ekki síst, til
þess að versla. í upphafi átti Hagkaup 51% hússins, en síðar hefur
eignarhlutur þess farið niður í 46%. Hvorki meira né minna en 85
fyrirtæki starfa í húsinu, og þangað koma 75 þúsund manns í viku
hverri. Verslanir í Kringlunni hafa flestar dafnað vel; breytingar hafa
orðið minni en í flestum verslunarmiðstöðvum erlendis. Hið eina,
sem skyggði lítillega á gleði eigenda Kringlunnar, var, að vikið var
frá upphaflegum áætlunum um Borgarkringluna, sem stendur við
hlið Kringlunnar; þar reis önnur verslunarmiðstöð, sem ekki hafði
verið gert ráð fyrir, en nokkrir aðilar höfðu fengið lóð þar undir
prentsmiðju, kvikmyndahús, bakarí og ýmislegt fleira, sem hefði bætt
við Kringluna í stað þess að taka frá henni.
Um það leyti er Hagkaup opnaði stórmarkað í Kringlunni, lokaði
fyrirtækið verslun sinni í Lækjargötu. En árið 1991, er þessari sögu
lauk, stóð Kringlan uppi eins og sigurbogi í tilefni harðrar baráttu,
þar sem allir héldu þó lífi, því að verslun tók smám saman að glæðast
við Laugaveginn, eftir að kaupmenn þar löguðu sig að nýjum að-
stæðum, breyttu og bættu, en áður hafði verslunarlíf þar óneitanlega
verið heldur dauflegt og lítt verið gætt að þörfum og áhugamálum
viðskiptavina. „Kringlan veitti kaupmönnum við Laugaveginn nauð-
synlegt aðhald; þeir sáu nú, að þeir urðu að duga eða drepast,“ segir
Sigurður Gísli Pálmason. Á meðan Pálmi og Sigurður Gísli stóðu í
þessum stórræðum, sáu þeir Jón Ásbergsson og Magnús Ólafsson
um rekstur Hagkaups. Jón, sem var systursonur Pálma, hóf þar störf
árið 1985, en áður hafði hann verið framkvæmdastjóri Loðskinns á
Sauðárkróki.
VI.
Eitt helsta áhugamál Pálma Jónssonar í Hagkaup var að berjast gegn
hvers konar tálmunum í verslun; hann vildi óáreittur fá að þjóna við-
skiptavinum sínum á hvern þann hátt, sem um semdist á milli sín og
þeirra. Á áttunda og níunda áratug stóð Hagkaup framarlega í bar-