Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 31
ANDVARI
PÁLMI JÓNSSON
29
ins.“31 Gárungarnir sendu símskeyti í blöðin, sem stflað var til forystu
Framsóknarflokksins:
Sendið Erlend Einarsson strax á námskeið hjá Pálma Jónssyni í Hagkaup til
að læra, hvernig reka á verslun með hagsmuni fólksins fyrir augum, en ekki
eingöngu hagsmuni forstjóranna stopp Það síðara kann hann stopp Sam-
vinnuhugsjón Þingeyinga.
Afi gamli, sem var teiknimynd í Alþýðublaðinu, sagði undrandi: „Ég
fæ ekki séð, hvernig vöruverð getur breyst, ef allir halda fast við sitt,
verðstöðvunarlögin banna hækkanir og kaupmannasamtökin lækk-
anir á vöruverðinu.“32 Kaupmenn bentu á það, að Pálmi seldi sumar
vörur, til dæmis danska sultu, lægra verði en þeir fengju hana sjálfir á
hjá innflytjendum. Þetta skýrðist hins vegar með því, að Pálmi flutti
vöruna beint inn og lét sér nægja minni álagningu en innflytjand-
inn.33 Voru Pálmi og forsvarsmenn kaupmanna kallaðir á fund við-
skiptaráðherra 18. október 1967 til þess að ræða deilu sína, en árang-
urslaust. í viðtölum við blöð kvaðst Pálmi ekki myndu beygja sig fyr-
ir þvingunum kaupmanna; hann myndi jafnvel hefja innflutning
matvæla beint og leita til almennings um fjáröflun til þess. Sagðist
hann líka stefna að því að stofna stóran vörumarkað.34
Kaupmannasamtökin héldu fund í Þjóðleikhúskjallaranum
fimmtudagskvöldið 19. október til þess að ræða ásakanir á hendur
þeim um þvingunaraðgerðir. Var þar ályktað, að samtök kaupmanna
hefðu ekki staðið að neinum slíkum þvingunaraðgerðum. Einnig var
Hagkaup kært daginn eftir fyrir óleyfilega háa álagningu á dönsku
ediki, en það reyndist hafa verið fyrir mistök í útreikningum, og varð
ekkert úr kærunni.35 í framhaldi af þessum hörðu deilum bauð Hag-
kaup almenningi um skeið sérstök afsláttarkort eða „þátttökuskír-
teini“:36 Menn lögðu inn ákveðna upphæð og máttu síðan kaupa fyrir
tífalda þá upphæð á vildarkjörum. Jafnframt sagðist Pálmi stefna að
því að gera Hagkaup að almenningshlutafélagi.
Nafn Pálma í Hagkaup blandaðist inn í gráthlægilegt svikamál,
sem uppvíst varð um þessar mundir. Tveir ungir menn höfðu látið
tvö stimplagerðarfyrirtæki gera hvort sinn stimpilinn, annan með
„Hag“ og hinn með „kaup“. Síðan settu þeir stimplana saman og út-
bjuggu víxla með stimpli Hagkaups og undirskrift Pálma Jónssonar.
Að því loknu fóru þeir með víxlana til fjögurra okurlánara og seldu