Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 34
32
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
þá gjarnan gert samninga langt fram í tímann. Árið 1974 var veður
slæmt í sykurræktarlöndum, svo að uppskera brást með þeim afleið-
ingum, að sykur hækkaði í verði á heimsmarkaði. Innflytjendur
drógu hins vegar ekkert úr innflutningi sínum. En næsta sykurupp-
skera varð mjög góð, svo að sykur lækkaði aftur í verði á heims-
markaði, - nema á íslandi, þar sem Sambandið og innkaupasamband
heildsalanna áttu miklar birgðir af dýrum sykri og ætluðu sér að selja
hann íslenskum almenningi. Fyrirtækið Kaupgarður sneri sér til
Pálma og spurði, hvort Hagkaup vildi vera með í innkaupum á ódýr-
um sykri. Pálmi hélt nú það, og fluttu þessi fyrirtæki inn miklar syk-
urbirgðir.
Þegar Hagkaup auglýsti, að það hefði á boðstólum ódýrasta sykur
á landinu, flykktust húsmæður í verslanir þess. „Ég man eftir því í
nóvemberlok 1974, að allir skólakrakkarnir, sem venjulega hjálpuðu
okkur, voru í prófum,“ segir Magnús Ólafsson, sem þá var fram-
kvæmdastjóri Hagkaups.41 „Gífurleg ös var í búðinni, og kaupendur
voru flestir konur, sem ég varð að hjálpa við að bera 25 kílóa sykur-
sekki út úr búðinni. Ég var auðvitað í terelyne-buxum frá Hagkaup,
og eftir heilan dag í ausandi rigningu voru þær orðnar stífar af sykur-
leðjunni, sem myndaðist óhjákvæmilega, þegar sykur lak úr sekkj-
um.“ Heildsalar sátu eftir með sárt ennið; Sambandið dó hins vegar
ekki ráðalaust fremur en fyrri daginn, því að það gat selt kaupfélög-
um úti á landi hinar dýru sykurbirgðir sínar; lítil sem engin sam-
keppni var víðast í verslun, þar sem kaupfélög störfuðu, svo að íbúar
þar urðu að greiða hið háa sykurverð þess. Eftir þetta fór verð á
sykri á íslandi eftir heimsmarkaðsverði. „Það er ljóst, að á matvöru,
sem flutt er hingað inn, er svonefnt „fixed price“, - við getum kallað
það Islandsverð,“ segir kunningi Pálma og sýslungi, Indriði G. Þor-
steinsson rithöfundur. „Þetta tókst Pálma að brjóta niður, það var
honum sport að komast fram hjá þeim aðilum, sem bjóða íslands-
prísa.“42
Hinn öri vöxtur Hagkaups á árunum eftir 1970 hafði ýmsa óvænta
erfiðleika í för með sér. Úrlausnarefnin urðu nú öll önnur en í lítilli
búð, þar sem einn maður hafði yfirsýn yfir allt. Einn góðan veðurdag
árið 1974 rakst Pálmi á grein í viðskiptatímaritinu Business Manage-
ment um breska stofnun, B.E.S.O., British Executives Service Over-
seas, sem legði erlendum fyrirtækjum til ráðgjöf um rekstur og
stjórnun. Völdust til þessarar þjónustu framkvæmdastjórar á eftir-