Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 107

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 107
andvari UM GRÍM THOMSEN OG RAUNSÆIÐ 105 stefnur og höfundarferil hans í Danmörku, en hann átti eftir að lifa og starfa lengi heima á ættjörð sinni og efri árin ásamt breyttu umhverfi settu nrark sitt nokkuð á skáldið, ritverk þess og skoðanir. Grímur Thomsen eignaðist nýja vini og andstæðinga af sama bergi brotna sem hann sjálfur var. Þorsteini Erlingssyni hafði orðið hugsað til Gríms Thomsens áður en hann mælti eftir hann látinn. í fyrstu útgáfu Þyrna (Kaupmannahöfn 1897) eru nokkrar vísur sem Þorsteinn nefnir Elli sækir Grím heim. Segir þar frá því, hvernig Grímur ber sigurorð af Elli kerlingu. Kvæðið er varla ort löngu fyrir lát Gríms, því að þar virðist vísan til kvæðis hans um Hrólf sterka í elli, prentað í Sunnanfara 1895. Hefur þetta líklega einnig verið Þorsteini hvatning til að rita eftirmælin um Grím. Enda byrjar hann þau einmitt með því að nefna tvö kvæði hans til marks um hverju harðfengi hann væri gædd- ur og „hvað þessi stálheili gat starfað öfluglega“, - eru það kvæðin Hrólfur sterki í elli og Ljóðabréf af Hornströndum. Verður af þessu dregin sú álykt- un að í kvæðunum tveimur sé að minnsta kosti ekkert það að finna sem hneyksli raunsæisskáldið, þó að varla verði þau nú talin meðal fremstu kvæða þess eins og Þorsteinn lætur í veðri vaka. Þorsteinn velur sér að sjónarhóli æviágrip sem Grímur hafði ritað 1891 um Pétur Pétursson biskup, grein sem mörgum þótti orka mjög tvímælis og jaðra við að vera meinleg gagnvart hinum látna biskupi. Þorsteinn er bersýnilega hrifinn af bersögli Gríms um Pétur biskup og telur enga kersknislöngun koma þar til greina, heldur vilji Grímur kenna íslendingum að stilla sig um óhóflegt lof í umsögnum um látna menn sem skekki allar myndir og séu engum að gagni, og auðsjáanlega vill hann ganga í fótspor Gríms í minningarorðum sínum um sjálfan hann. Það er nú svo að Grímur hagar orðum fimlega og rökrétt í umsögnum um látna menn, en vissulega er ekki sama hver í hlut á. Til dæmis um það er fróðlegt að bera saman eftirmælin um Árna Helgason stiftprófast í Görðum og Pét- ur biskup. Árni var kennari Gríms og vildarvinur, en láta mun nærri að þeir Pétur biskup væru ekki meira en „góðkunningjar“ eins og Þorsteinn nefnir þá. Um ritstörf Péturs biskups segir Grímur að þau beri „fremur vott um fjölhæfni og góðan smekk, fróðleik og vandvirkni en um mikla andagift." - >,Um predikanir hans hafa sumir sagt, að honum hafi tekist kennimanna best að sýna fram á, hvernig úlfaldinn eigi að fara að til að komast gegnum nálaraugað". - „Gáfur hans voru fremur farsælar en miklar“, segir Grímur. »Sér í lagi var hann útbúinn þeim hyggindum sem í hag koma. Hann var úgjarn til allra farsællegra hluta, enda hafði hann bæði lag á og lán til að yerða svo mikils af þessum hlutum aðnjótandi, sem nokkurn veginn er unnt a voru landi.“ - „Borið hefur honum verið á brýn, að hann hafi eigi sýnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.