Andvari - 01.01.1993, Síða 18
16
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
þjáðist af ofnæmi, sem magnaðist af umgengni við myglað heyið.
Hann dvaldist síðustu fimm árin, sem hann lifði, á Hofi hjá Sigurlínu,
dóttur sinni, sem var líkust honum barnanna. Faðir Björns, Bjarni
Jónsson, var lengi bóndi á Þverá í Hrolleifsdal, en síðustu ár sín var
hann í horninu hjá syni sínum í Brekku; hann lést árið 1901, 77 ára að
aldri. Kona hans og móðir Björns var Hallfríður Sölvadóttir, og voru
þau hjón systrabörn. Sölvi, afi Björns, var Þorláksson og bjó á Þverá,
og er þess getið til, að spekingurinn Sölvi Helgason sé heitinn í höf-
uðið á honum.9 Björn í Brekku hafði misst fyrri konu sína, Margréti
Andrésdóttur, en sonur þeirra var fræðimaðurinn og skáldið Andrés
Björnsson, sem var kunnur maður á sinni tíð í Reykjavík. Eftir
Andrés er þessi fleyga vísa:
Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta barnaglingur,
en verður seinna í höndum hans
hvöss sem byssustingur.
Andrés varð úti á leið frá Hafnarfirði til Reykjavíkur árið 1916.
Stefanía, móðuramma Pálma í Hagkaup, var síðari kona Björns í
Brekku. Hún fæddist árið 1878 í Lónkoti og var lausaleiksbarn, dóttir
Ólafs Stefánssonar og Guðrúnar Ingibjargar Magnúsdóttur. Voru
foreldrar hennar bæði vinnuhjú í Málmey. Stefanía ólst upp í skjóli
föður síns, sem var maður vel gerður til sálar og líkama, þótt fátækur
væri. Hafði hann kennt dóttur sinni að lesa og skrifa, þegar hann lést
úr lungnabólgu árið 1887, en þá var hún aðeins níu ára að aldri.10
Faðir Ólafs og föðurafi Stefaníu var Stefán Jónsson, sem fæddur var
árið 1810 og lést árið 1866. Stefán var bóndi og vinnumaður á ýmsum
stöðum í Skagafirði, en bjó jafnan við þröngan hag. Stefán var þrí-
kvæntur og átti tólf börn, tvö þeirra í lausaleik.11 Þriðja kona hans og
móðir Ólafs vinnumanns var Ingibjörg Ólafsdóttir, sem fædd var
1821 á Hofi á Höfðaströnd, en lést árið 1877. Hún var dóttir hjón-
anna Ólafs Þorkelssonar, bónda í Háagerði, og Dórótheu Lovísu
Pétursdóttur. Faðir Stefáns Jónssonar var Jón Jónsson, bóndi á
Þrastarstöðum. Hann fæddist um 1777 og lést árið 1859. Hann var
sonur Jóns, bónda á Brúarlandi í Deildardal, Jónssonar. Jón á Þrast-
arstöðum bjó allgóðu búi og reyndi fyrir sér um garðyrkju, sem þá
var fátítt, og sjósókn. Kona Jóns á Þrastarstöðum og móðir Stefáns
var Helga Eiríksdóttir, sem fædd var um 1778 og dó árið 1828. Hún