Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 35
andvari
PÁLMI JÓNSSON
33
launum. Pálmi spurðist þegar fyrir um það bréflega, hvort einhver
maður væri á lausu í stofnuninni, sem komið gæti til íslands og að-
stoðað fyrirtæki sitt. Honum var svarað um hæl, að þessi stofnun
starfaði aðeins í vanþróuðum ríkjum breska samveldisins. En ári síð-
ar fylgdi þorskastríð á milli Bretaveldis og íslands í kjölfar útfærslu
fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur, og rufu íslendingar um skeið
stjórnmálasamband við Breta. í þann mund skrifaði Pálmi stofnun-
inni aftur og ítrekaði ósk sína. Þegar forsvarsmenn stofnunarinnar
sneru sér til breska utanríkisráðuneytisins, voru þeir beðnir lengstra
orða að gera allt sem þeir gætu fyrir íslendinga. Var Pálma þá bent á
Stanley nokkurn Carter, sem hefði þá nýlega látið af framkvæmda-
stjórastarfi hjá verslunarkeðjunni John Lewis. Sigurður Gísli Pálma-
son skrapp til Lundúna til þess að hitta Carter þennan, og snæddu
þeir saman í veitingastaðnum Kjötbúrinu, The Carvery, í hinu risa-
stóra Cumberland-hóteli rétt fyrir ofan Oxford-stræti, en það er vin-
sæll áningarstaður íslendinga. Sigurði Gísla leist strax vel á Carter,
og varð það úr, að hann kæmi í ársbyrjun 1976 til íslands ásamt konu
sinni, Galinu.
Arið 1976 var Stanley Carter rúmlega sextugur að aldri. Hann var
lágvaxinn, þunnhærður maður með gleraugu, brosmildur og vin-
gjarnlegur, talaði fágaða ensku að hætti breskra yfirstéttarmanna, en
hafði mikinn myndugleika til að bera, var ákveðinn í framkomu og
kaupmaður fram í fingurgóma. Hann var efnaverkfræðingur að
menntun, en hafði verið í breska flughernum og þá getið sér orð fyrir
að finna einfalda aðferð til að reikna út frávik frá áttavitum vegna
Norðurpólsins. Carter var hinn mesti harðjaxl, og kölluðu undir-
menn hans hann stundum „bastard“; hann hafði áhuga á öllu, var sí-
spyrjandi og síhugsandi. Carter gerðist framkvæmdastjóri Hagkaups
í nokkra mánuði, hélt daglega fundi með starfsfólkinu og gekk í alla
vinnu sjálfur. „Hann var sterkur, agaður persónuleiki, og ég neita því
ekki, að oft skulfum við á beinunum, þegar hann nálgaðist,“ segir
Magnús Ólafsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. „Hversu grimmur
sem okkur fannst hann, gátum við samt ekki annað en viðurkennt,
að hann bjó yfir gífurlegri þekkingu á rekstri vörumarkaða. Hann
var líka alltaf tilbúinn til að bretta upp ermar og ganga í öll verk.
Hann stóð til dæmis með okkur í verðmerkingu, þegar því var að
skipta. Hann var harður í horn að taka, en líka mjög hjálplegur.“
Það er alkunna, að fyrirtæki, sem vaxið hafa hratt vegna áræðis og
3 Andvari