Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 48
46
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
Kristjánsson, ritstjóri DV, birti líka leiðara undir heitinu „Um-
hyggjusamir hörmangarar“, þar sem hann deildi hart á Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins. Haraldur Gíslason, kaupfélagsmaður á Húsavík,
lét sér hvergi bregða við bann Framleiðsluráðs landbúnaðarins.
„Þetta eru bara menn, sem komu hér í vor og báðu um að fá keypta
jógúrt. Ég held ég hafi rétt til að selja hvaða manni sem er jógúrt,“
sagði hann við blaðamenn, „en kemur síðan ekki við, hvað gert er
við hana, hvort menn hella henni í Skjálfandafljót, flytja hana til
Reykjavíkur eða hvað annað þeir gera við hana.“60 Haraldur sagði,
að rangt væri, sem talsmenn bændasamtakanna hefðu haldið fram,
að Hagkaup greiddi niður vöruna. Umbúðir utan um Húsavíkur-
jógúrtina væru til dæmis ódýrari en Mjólkursamsalan notaði. „Ég er
bara svo gamaldags, að ég hefi aldrei haft ánægju af að framleiða
vöru fyrir neytendur í svo dýrum umbúðum, að þeir séu kannski að
henda fimmta parti af verði hennar beint í ruslatunnuna,“ sagði Har-
aldur. Eftir að forsvarsmönnum Hagkaups var bannað að selja Húsa-
víkurjógúrtina, sögðust þeir hugleiða að framleiða sjálfir jógúrt, enda
bönnuðu engin lög þeim það. Pá var bent á óhóflegan umbúðakostn-
að á þeirri jógúrt, sem framleidd væri sunnanlands.61
Neytendasamtökin skárust í leikinn og kröfðust þess, að sam-
keppnishömlur á sölu mjólkurafurða yrðu afnumdar.62 Urðu nokkur
blaðaskrif um málið.63 Meðal annars var bent á það, að Mjólkursam-
salan flytti mjólkurafurðir, sem framleiddar væru á einu svæði, á
annað til sölu, svo að hún væri sek um hið sama og Kaupfélag Þing-
eyinga og Hagkaup. Reiðialda reis í höfuðborginni vegna banns
Framleiðsluráðs landbúnaðarins við jógúrtsölunni. Töldu stjórn-
málamenn óhjákvæmilegt að láta málið til sín taka, og hinn 14. júní
tilkynnti Jón Helgason landbúnaðarráðherra, að yfirvöld myndu
ekki koma í veg fyrir jógúrtsölu af einu svæði á annað.64 Laugardag-
inn 18. júní komu fyrstu sendingarnar frá Húsavík aftur í búðir Hag-
kaups í Reykjavík, og birti Morgunblaðið stóra mynd af ösinni við
mjólkurborð Hagkaups, þar sem fólk var að kaupa hina leyfðu jóg-
úrt.65 Hagyrðingurinn Hákon Aðalsteinsson orti, eftir að þeir Haraldur
Gíslason á Húsavík og Pálmi Jónsson í Hagkaup höfðu sigrað Gunnar
Guðbjartsson, forsvarsmann Framleiðsluráðs bænda, í jógúrt-málinu:
Tár í augum Gunnars glampa,
glottir þjóð með köldu sinni.