Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 40

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 40
38 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI skyldi haldið til New York einn morguninn, og höfðu hjónin sett nið- ur í töskur kvöldið áður og tekið á sig náðir. Klukkan tvö um nóttina vaknaði Pálmi hins vegar, vakti konu sína og kvartaði undan sárum verkjum. Hún hringdi á lækni, þótt Pálmi harðbannaði henni það, og var hann óðar fluttur á sjúkrahús. Þar kom í ljós, að hann var með kransæðastíflu, svo að hann fór beint á skurðarborðið, og lá hann á milli heims og helju fram á morgun á sjúkrahúsinu. Þá fyrst gat Jón- ína brugðið sér frá og hringt heim í son þeirra, Sigurð Gísla, sem náði flugi þann dag frá Reykjavík til Orlando. Kom bróðir hans, Jón, út skömmu síðar. Var Pálma um skeið vart hugað líf. Pálmi varð eft- ir þetta að fara mjög vel með sig. Töldu flestir læknar óráðlegt að gera frekar að meini hans. Liðu nú þrjú ár. Þá tókst að hafa upp á breskum læknum, sem voru fáanlegir til þess að skera Pálma upp; fjarlægðu þeir hluta hjartavöðvans, sem hafði skemmst við áfallið í Miami, og tókst að- gerðin vonum framar. Eftir þetta batnaði Pálma nokkuð, þótt hann yrði eftir sem áður að fara varlega og forðast öll átök. Framkvæmda- maðurinn kom þó upp í honum strax nokkrum dögum eftir upp- skurðinn, þar sem hann lá sárþjáður á bresku sjúkrahúsi. Hann tók þar eftir því, hversu vel stúlkur frá Malasíu unnu í samanburði við hinar bresku: Þær voru viljugar, broshýrar og samviskusamar. „Ætli þessi stúlka gæti ekki orðið verslunarstjóri hjá okkur,“ varð honum að orði um eina þeirra, er honum féll mjög vel við. Raunar fannst samstarfsmönnum Pálma leit hans að tækifærum til að gera góð kaup erlendis stundum jaðra við áráttu. Höfðu þeir að gamanmálum, þeg- ar hann fór eitt sinn í sumarleyfi til Costa Brava á Spáni, að nú myndi hann ekki geta keypt neitt inn; en Pálmi gerði sér lítið fyrir einn góðan veðurdag og skrapp til Alicante þar rétt hjá, þar sem hann keypti gám af skóm og sendi heim í Hagkaupsbúðirnar! í ann- að skipti fór Pálmi í sumarleyfi til Grikklands; og héldu Hagkaups- menn, að nú myndi öllum innkaupum linna. En þar kynntist hann ræðismanni fyrir ísland; sá átti kexverksmiðju, og von bráðar voru tveir gámar af kexi á leið til Islands. „Þetta var honum í senn ástríða og árátta,“ segir Sigurður Gísli Pálmason. „Oftast högnuðumst við mikið á þessum innkaupum, en fyrir kom, að þetta mistókst, og við sátum þá uppi með illseljanlega vöru.“45 Þótt hinn nýi borgarstjóri í Reykjavík tæki vel málaleitun Hag- kaups árið 1982 um lóð í nýja miðbænum í Kringlumýri, voru aðrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.