Andvari - 01.01.1993, Qupperneq 40
38
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
skyldi haldið til New York einn morguninn, og höfðu hjónin sett nið-
ur í töskur kvöldið áður og tekið á sig náðir. Klukkan tvö um nóttina
vaknaði Pálmi hins vegar, vakti konu sína og kvartaði undan sárum
verkjum. Hún hringdi á lækni, þótt Pálmi harðbannaði henni það, og
var hann óðar fluttur á sjúkrahús. Þar kom í ljós, að hann var með
kransæðastíflu, svo að hann fór beint á skurðarborðið, og lá hann á
milli heims og helju fram á morgun á sjúkrahúsinu. Þá fyrst gat Jón-
ína brugðið sér frá og hringt heim í son þeirra, Sigurð Gísla, sem
náði flugi þann dag frá Reykjavík til Orlando. Kom bróðir hans, Jón,
út skömmu síðar. Var Pálma um skeið vart hugað líf. Pálmi varð eft-
ir þetta að fara mjög vel með sig. Töldu flestir læknar óráðlegt að
gera frekar að meini hans.
Liðu nú þrjú ár. Þá tókst að hafa upp á breskum læknum, sem
voru fáanlegir til þess að skera Pálma upp; fjarlægðu þeir hluta
hjartavöðvans, sem hafði skemmst við áfallið í Miami, og tókst að-
gerðin vonum framar. Eftir þetta batnaði Pálma nokkuð, þótt hann
yrði eftir sem áður að fara varlega og forðast öll átök. Framkvæmda-
maðurinn kom þó upp í honum strax nokkrum dögum eftir upp-
skurðinn, þar sem hann lá sárþjáður á bresku sjúkrahúsi. Hann tók
þar eftir því, hversu vel stúlkur frá Malasíu unnu í samanburði við
hinar bresku: Þær voru viljugar, broshýrar og samviskusamar. „Ætli
þessi stúlka gæti ekki orðið verslunarstjóri hjá okkur,“ varð honum
að orði um eina þeirra, er honum féll mjög vel við. Raunar fannst
samstarfsmönnum Pálma leit hans að tækifærum til að gera góð kaup
erlendis stundum jaðra við áráttu. Höfðu þeir að gamanmálum, þeg-
ar hann fór eitt sinn í sumarleyfi til Costa Brava á Spáni, að nú
myndi hann ekki geta keypt neitt inn; en Pálmi gerði sér lítið fyrir
einn góðan veðurdag og skrapp til Alicante þar rétt hjá, þar sem
hann keypti gám af skóm og sendi heim í Hagkaupsbúðirnar! í ann-
að skipti fór Pálmi í sumarleyfi til Grikklands; og héldu Hagkaups-
menn, að nú myndi öllum innkaupum linna. En þar kynntist hann
ræðismanni fyrir ísland; sá átti kexverksmiðju, og von bráðar voru
tveir gámar af kexi á leið til Islands. „Þetta var honum í senn ástríða
og árátta,“ segir Sigurður Gísli Pálmason. „Oftast högnuðumst við
mikið á þessum innkaupum, en fyrir kom, að þetta mistókst, og við
sátum þá uppi með illseljanlega vöru.“45
Þótt hinn nýi borgarstjóri í Reykjavík tæki vel málaleitun Hag-
kaups árið 1982 um lóð í nýja miðbænum í Kringlumýri, voru aðrir