Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 115
andvari
ORÐ VEX AF ORÐI
113
kvæðum hans að þau eiga oft rætur að rekja til málefna sem brenna á hon-
um og eru andsvar í umræðu svipað og bréf svarar bréfi. Skáldskapur hans
er ekki innblásinn heldur voru yrkingar hans starf sem þurfti að vinna.
Enda vildi hann að allt yrði gefið út sem eftir hann lægi því að það gæti
„orðið þáttur í skilningi á ævisögu og menningarsögu síðar [IV:385]“.
III
Það má skilja bréf Stephans frá 10. júní svo að hann hafi hálft í hvoru búist
við því að Baldur léti prenta æviágripið að einhverju leyti og þá lítið breytt.
Þótt Baldur hafi síðan aðeins haft það til hliðsjónar og vitnað einstaka
sinnum til þess í grein sem hann birti í tímaritinu Iðunni um haustið er það
frá hendi Stephans ekki aðeins frumdrög ævisögu sem annar á að færa í
stíllinn heldur drög að sjálfsævisögu:
Annars eru svona sögur furðu-mikil „forsending" á annan hátt en í viðræðum. Þó allt
sé rétt munað og maður vilji forðast það, verður maður sjálfur „söguhetjan", eðlilega,
og um leið grunaður um að vilja „halda sér til“, og þá er hitt ekki auðvelt að gizka á,
hvað annar maður kann að meta merkilegast af ótal ómerkilegum atvikum úr hvers-
dagslegri æfi. . . .
Syrpuna sendi ég þér sem „handrit" - „Printer’s Copy“ - en ekki sem bréf, sökum
burðargjalds. Enda voru engin „einkamál“ í henni, þó aldrei sjái neinn prentari hana,
og póstlögin segja ekkert um aukagjald á greinum, sem blöð neita um upptöku! [III:
57]
Þetta sýnir að Stephan þekkti nokkur helstu einkenni sjálfsævisögu sem
bókmenntagreinar (sjá Hannes Pétursson 91; Jakob Benediktsson 239; Le-
jeune 3-5; Mandel 52-58). Sá sem skrifar er sjálfur aðalpersónan í frásögn-
inni. Sögumaðurinn rekur atvik úr ævi sinni frá eigin sjónarmiði, oftast eftir
minni, og leitast við að segja rétt og satt frá. Samt grunar lesendann að
hann geri sig merkilegri en hann er í raun og veru enda er hann því aðeins
verðug söguhetja að ævi hans hafi verið í einhverju frábrugðin lífi annarra,
ekki einskær meðalmennska. Hins vegar lætur Stephan engin einkamál
fljóta með. En sumir höfundar sjálfsævisagna kjósa einmitt að lýsa innri
þroskaferli í formi játninga. Að þessu víkur Stephan síðar í bréfi tií Baldurs
og segir þar: „Ég kann ekki að segja frá, eins og [ég] kysi helzt. Vildi geta
sagt af sjálfum mér svo, að ég segði sögu annarra. Pað er svo viðsjált að
snúast sífellt um sjálfan sig, en vita engin ráð til að geta gert að því í svona
vöxnu máli [IV: 104].“ Stephan er bundinn af formi sjálfsævisögunnar en
hefði fremur kosið að rita endurminningar sínar, segja frá fólki sem hann
hafði kynnst á lífsleiðinni og atburðum sem hann hafði orðið vitni að, eða
eins og hann orðar það, segja sögu annarra um leið og hann segði frá sjálf-
Andvari