Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 169

Andvari - 01.01.1993, Page 169
ANDVARI JARÐNÁND - UPPÞRÁ 167 bögglað roð sem þvælist fyrir þeim, sem varnar þeim máls, og takmarkanir orðanna hagleg afsökun fyrir eigin hugkvæmdarskorti. Allir sem eitthvað þekkja til sögu Menntaskólans á Akureyri vita að þar stendur um nöfn fárra manna jafnmikill ljómi og nafn Pórarins Björnssonar skólameistara. Ágæti Þórarins sem meistara, fræðara og manns fer síst í hljóðmæli meðal fyrrum nemenda hans; og það er engin hending að þeir skuli nú standa fyrir útgáfu á ræðum hans og greinum. Ég er sjálfur of ung- ur til að minnast Þórarins eða hafa kynnst honum innan veggja gamla skólahússins okkar þó að ég eigi þar ófá spor síðan, bæði sem nemandi og kennari. Ég hef einnig lært að taka með fyrirvara allan þann fagurgala sem hafður er uppi á júbílantakvöldum um horfna lærifeður. Því ætti ég að geta nálgast ritverk Þórarins að mestu laus við þá glýju er markar sýn allra gömlu skólasystkinanna í hópi nemenda hans, þeirra sem máltækið segir að „seint eldist“. Ég rengi ekki þann dóm Gísla Jónssonar að ræður Þórarins á Sal hafi verið gæddar slíku lífi að það verði vart endurskapað á bók (II, 320), né þá ábendingu Steindórs Steindórssonar að mestu afrek Þórarins hafi verið „rist inn í fáein hjörtu“ nemenda hans (II, 373). Við vitum öll að ströng kennsluskylda kurlar tíma margra kennara svo að fáar áþreifanlegar minjar standa eftir um lífsstarf þeirra - nema þessi ómetanlegi, en jafn- framt ómælanlegi, fjársjóður í hjörtum nemendanna. Einnig er rétt að hafa í huga þann eðlilega fyrirvara Hjartar Pálssonar, ritstjóra verksins, að Þór- arinn leit ekki fyrst og síðast á sig sem rithöfund heldur skólamann (II, 530). Að þessum varnöglum slegnum hygg ég þó að textinn í Rótum og vœngj- um þoli vel að vera lesinn, metinn og gagnrýndur á grunni eigin verðleika: sem hugsýn, sem lífsspeki. Ég get lýst yfir því strax að mér þyki Hjörtur Pálsson og Hafsteinn Guðmundsson, útlitshönnuður, hafa unnið verk sitt með miklum sóma. Mér sýnist t.d. sú stefna hafa verið rétt að birta nánast allt ritað mál sem Þórarinn lét eftir sig fremur en að tína saman einhvers konar úrval þess, þar sem öllum hefði þótt einhvers vant. Þannig eru í fyrra bindi Róta og vængja ýmsar ritgerðir frá æskuárum Þórarins, greinar sem hann ritaði um „hið milda Frakkland“ og skólaár sín þar, kaflinn „Haust og vor“ með skólasetningar- og skólaslitaræðum, afmælis- og minningarorð um ýmsa vini og starfsfélaga og ávörp flutt af margs kyns tilefni innan skólaveggja. í síðara bindinu má finna umfjöllun Þórarins um íslensk og frönsk skáld og bókmenntir, sýnishorn af þýðingum hans úr frönsku, ræður frá mannfundum utan skóla, minnispunkta af lausum blöðum og að lokum, í bókarauka, viðtöl, greinar og eftirmæli um Þórarin. Samtals eru bindin tvö rúmlega eitt þúsund síður, með nafnaskrá. Það var fráleitt ætlun mín að skrifa hér hefðbundinn ritdóm um Rœtur og vængi. Frekar væri að ég freistaði þess í framhaldinu að henda röklegar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.